Kjósapistill í burðarliðnum.

Við Harpa hittum Davíð í morgun og hjóluðum með honum síðustu 30 km af hundrað. Davíð er nýlega orðinn sjúkur af þessari bakteríu og er bara helvíti öflugur.

Það gengur ekki rassgat hjá mér að blogga. Eigum við ekki bara að segja að Skrifpúltið sé í sumarleyfi? En ég ætla samt að klára pistil um síðasta mótið sem ég tók þátt í (bikarmót Kjós) og pósta fljótlega. 
Síðustu 4 vikur á Strava- Steady is key!!

 Hér fyrir ofan má sjá hvernig vikurnar hafa litið út hjá mér upp á síðkastið. Var einmitt að hlusta á podcast í morgun þar sem þjálfarar voru að tala um að hjólaþjálfun væri engin geimvísindi. Aðalatriðið er að drulla sér út, dag eftir dag sama hvað. Ég er að ná því.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Bikarmót #1 - 2023 - Recap