Færslur

Sýnir færslur frá mars, 2018

Jim Carrey

Er að horfa á heimildarmyndina Jim and Andy sem er svona "bakvið tjöldin" heimildarmynd um gerð Man on the moon. Ætla s.s. ekki að fara neitt mikið út í þá sálma en get sagt að þetta er afskaplega áhugavert. En ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta er ein setning sem Jim segir í myndinni, og mig langar til að eiga einhersstaðar skráða. "I learned that you can fail at what you don't love, so you might as well do what you love". Já þannig er nú það.

Jákvæðni

Um daginn var mér ráðlagt að halda jákvæðnidagbók. Enda hvern dag á því að skrifa eitthvað jákvætt sem maður náði fram, eða upplifði þann daginn. Þetta á víst að hjálpa manni að örva nýtt hugsanamynstur og búa til nýjar taugabrautir og tengingar jákvæðni í heilanum- ef svo mætti að orði komast. Kraftur jákvæðninnar á að umbreyta lífi manns til betri vegar. Þetta datt fljótt upp fyrir hjá mér og ég gaf þessu eiginlega ekki séns og veit eiginlega ekki hvort þetta getur virkað. Það auðveldar þetta s.s. ekkert að vera alls ekki viss um að maður eigi að lifa lífinu í einhverri endalausri hamingjun (hvað er líka hamingja?). Lífið er erfitt og sársaukafullt á köflum og kannski á það bara að vera þannig. En það er kannski ágætt að fara einhvern milliveg og vera ekki sítuðandi og sjá ekki djöfla í hverju horni. En annað sem ég gaf of fljótt upp á bátinn er hugleiðsla. Ég fór að hugleiða um daginn og það virkilega hafði góð áhrif á mig. Ég ætla að byrja aftur. Kannski skrifa ég það í ják...

Meiri Sigurður

Upp úr blóðrauðum sjónum rekur hann snjáldrið, Sigurður Ingi, með þang bakvið eyrun. Ekki ólíkur sel með eyru. "Sjáðu blóðsjóinn Sigurður... sjáðu þörungablómann, eins og gjafvaxta ungmey á tunglbjartri nótt". Sólmyrkum selsaugum starir hann á mig og segir "Neftóbak maður minn, allt þetta neftóbak".

Vinnustofa

Mynd
Útsýnið úr kaffistofunni sem er við hliðina á herberginu sem ég verð í. Er að fara niður í Slipp að taka við lyklum af nýrri vinnustofu eftir matinn. Útsýnið úr Hjalteyrargötu 2 er ekki af lakara tagi, og spurning hvort maður eigi eftir að mála eitthvað annað en báta? Var í atvinnuviðtali í gær sem ég er mjög spenntur fyrir. Ef ég fæ þá vinnu er ég aldeilis að skipta um starfsvettvang og gæti verið fyrsta skrefið inn á nýjar brautir þar sem ég fer að lifa lífinu eftir mínu nefi. Ég vitna hér í frábæra grein Auðar Jónsdóttur í Kjarnanum í dag: Lífið snýst um hug­rekki, frá upp­hafi... til enda, hugs­aði ég á leið­inni frá henni – í síð­asta sinn. Að vera eða ekki vera – þar liggur efinn. Að þora að vera getur meira segja verið að deyja eins og hún amma mín. Knús á ykkur öll og munið að þegar öllu er á botninn hvolt er það aðeins ástin sem skiptir máli.