Færslur

Sýnir færslur frá nóvember, 2016

Kofi

Mynd
Nú höfum við fengið húsið afhent og ég er búinn að skoða kofann í garðinum. Þennan sem passar við snjóinn og grenitrén. Það er smá saggalykt í honum enda ekki mjög þykkur í skrápnum. Mig langar að einangra hann og koma dótinu mínu þar fyrir. Sjáum hvað gerist.

prósar

Ég er búinn að vera að brasa við þessa flugferð mína hérna fyrir neðan. Ég hefði kannski frekar átt að fullvinna hana bara á Word og setja hana svo hérna inn. Í staðinn er ég búinn að vera að fikta í henni fram og aftur. Setja inn karaktera, taka þá út, lengja, stytta og fikta. Þetta er kannski eins og með að mála, maður verður að kunna að hætta. Annars verður þetta oft organískast þegar maður bara lætur vitleysuna vaða á blaðið og hugsar ekkert of mikið um þetta. Skrifar svo hratt að manni blæði. Mig langar mikið til að skrifa prósa og gefa út með myndum sem ég mála við hvern prósa fyrir sig. Það verður einhverntíman í ellinni. Sú pæling fittar inn í garð með grenitré, jólasnjó og kofa með kerti i glugga.

Flugferð

Ég fór með flugi um daginn frá Akureyri til Reykjavíkur. Þetta var kvöldflug og það var snjólaust, hlýtt og rigning. Þegar ég hafði komið mér fyrir tók ég eftir því að Páll Stefánsson ljósmyndari sat hinumegin við ganginn. Hann var í slitinni lopapeysu, gallabuxum og gönguskóm en þó ekki með myndavél. Það tók hann hálfpartinn úr samhengi og hann varð eins og Egill Helgason í náttúru Íslands. Hann þurrkaði bleytuna framan úr sér og renndi höndunum svo í gegnum sítt hárið. Leit svo í kringum sig, svona eins og til þess að athuga hvort ekki væru örugglega allir að skoða Iceland Review. Vélin duggaði rólega út flugbrautina, snéri síðan við og lét vaða organdi upp í blautt haustmyrkrið. Ég lokaði augnum, hækkaði í John Scofield og reyndi að líta út fyrir að vera rólegur. Ljósin á vélinni blikkuðu í takt við jazzinn og droparnir runnu eftir skrokknum á vélinni. Þeir mættust að lokum við stélið, runnu saman og féllu svo niður í haustlitina. Á leiðinni verður boðið upp á kaffi.... áætlaður f...