Ég fór með flugi um daginn frá Akureyri til Reykjavíkur. Þetta var kvöldflug og það var snjólaust, hlýtt og rigning. Þegar ég hafði komið mér fyrir tók ég eftir því að Páll Stefánsson ljósmyndari sat hinumegin við ganginn. Hann var í slitinni lopapeysu, gallabuxum og gönguskóm en þó ekki með myndavél. Það tók hann hálfpartinn úr samhengi og hann varð eins og Egill Helgason í náttúru Íslands. Hann þurrkaði bleytuna framan úr sér og renndi höndunum svo í gegnum sítt hárið. Leit svo í kringum sig, svona eins og til þess að athuga hvort ekki væru örugglega allir að skoða Iceland Review. Vélin duggaði rólega út flugbrautina, snéri síðan við og lét vaða organdi upp í blautt haustmyrkrið. Ég lokaði augnum, hækkaði í John Scofield og reyndi að líta út fyrir að vera rólegur. Ljósin á vélinni blikkuðu í takt við jazzinn og droparnir runnu eftir skrokknum á vélinni. Þeir mættust að lokum við stélið, runnu saman og féllu svo niður í haustlitina. Á leiðinni verður boðið upp á kaffi.... áætlaður f...