Ég veit ekki hvort maður fái svona mikla útrás fyrir sköpunarþörfina við að skottast allan liðlangan daginn heima með litlum engli, en ég hef ekkert málað lengi lengi. Finn mér allskyns afsakanir; allt í drasli í vinnuherberginu, á ekki skorinn pappír tilbúinn, veit ekki hvað ég á að mála. En ég ætla helst að nýta morgundaginn í að snúa þessari þróun við. Annars er ég búinn að lesa mikið upp á síðkastið (sem hjálpar ekki til við máleríið). Síðan um jól er ég búinn að fara í gegnum Spámennina í Botnleysufirði eftir Kim Leine, Morðið í austurlandahraðlestinni eftir Agatha Christie, Náttblindu eftir Ragnar Jónsson og er langt kominn með Kötu eftir Steinar Braga. Svona lítur örrýni út um þessar bækur: 1) Spámennirnir: Stórt og mikið meistaraverk! 2) Agatha Christie: Hryllilega þunnt og leiðinlegt aflestrar. 3) Náttblinda: Kemur verulega á óvart! 4) Margslungin, sársaukafull og djúp saga sem heldur. Vonandi birti ég samt málverk í næsta bloggi.