Færslur

Sýnir færslur frá október, 2015

Lóan er komin að kveða burt sjóinn

Mynd
Ætlaði að mála vetrarmynd og er búinn að reyna í 2 daga. Það kom bara ekki til mín. Það er því við hæfi að enda þetta session á verki sem byrjaði sem abstract og endaði sem 3 lóur við sjóinn. 

Sýning

Mynd
Fékk góða vini til að hjálpa mér að velja úr síðustu myndirnar fyrir sýninguna í Reykjavík. Eftir það fór ég í gegnum þær og merkti. Lagaði þennan Deutz líka aðeins til og hugsa að ég láti hann fljóta með. Eftir að vera búinn að fara í gegnum myndirnar 2var er ég bara nokkuð sáttur með afraksturinn. Þetta er klárlega framför frá síðustu sýningu. Fer svo með þær til Akureyrar þar sem ég læt skanna þær inn og svo ramma. Myndirnar verða allar til sölu. Kvöldið sem sýningin opnar mun ég svo gera þær aðgengilegar ásamt verði hér á síðunni hjá mér. Sýningin verður á Friðriki V frá 28. nóvember til 6 febrúar.

Mold

Mynd
Þetta var eitt af þessum kvöldum þar sem allt breytist í mold. Þess vegna skulum við nægja að birta þetta úr hæfilegri fjarlægð. Nú á ég aðeins eitt kvöld eftir áður en ég fer með 20 myndir í innrömmun. Það er því ólíklegt að eitthvað stórkostlegt gerist

Belgur

Mynd
Ég hef nú gert þetta sjónarhorn áður og það tókst betur þá. Ég vinn hana kannski aðeins meira og sé til hvað gerist.

Pása

Tók mér smá pásu frá málerýi síðustu 2 daga og skellti mér til Reykjavíkur. Ætla að reyna að mála 2-3 myndir í vikunni og fara svo með sýninguna í innrömmun á föstudag. Hendi vonandi inn einhverju í kvöld Kveðja, Bjarni

Sellandafjall

Mynd
Hvers á blessað Sellandafjallið að gjalda- sjaldnast er það nú málað. Ég hef alltaf svolítið dálæti á þessu fjalli og umhverfinu þar í king. Mætti koma þar oftar. Þetta var nú svona bara frumtilraun á þessu.

Mývetnsk náttura

Mynd
Það er nú skrítið hvað náttúran hérna í Mývatnssveit getur verið manni mikil uppspretta listsköpunar- eins og hún er nú ógeðsleg. Þetta var smá samsetningar tilraun. Ég veit ekki alveg hvort ég muni "loka" hægra horninu með gróðri eða bakka. Ég ætla að melta það Smá uppfærsla. Prufaði að bæta inn smá bakka með gróðri en veit ekki hvort það var til bóta.

Tvo málverk

Mynd
Gerði 2 myndir í kvöld. Sérstaklega var Krákármyndin hratt unnin og ég er býsna ánægður með hana þó ég eigi eftir að laga aðeins forgrunninn. Don´t think paint. Hin er aðeins súrari

Gata

Mynd
Málaði hitt og þetta í kvöld. Þetta var það skásta

Stórurð

Mynd
Annað perspective á Dyrfjöllin til að hvíla mig á hinu. Búinn að gera nokkrar tilraunir en í þessari síðustu reyndi ég að einfalda þetta niður eins og ég mögulega gat.

Sama saga

Mynd
Gerði þessa 2var í dag. Ég er ekki búinn að ná því fram sem ég vildi- prufa aftur á morgun

Dyrfjöll

Mynd
Þó það sjáist kannski ekki endilega. Ég ætla að gera pollinn að aðalatriði næst og deyfa fjöllin og einfalda

Gaman að gefa

Mynd
Í gær fór ég á fund hjá slysavarnardeildinni Hringnum í Mývatnssveit og færði þeim málverk að gjöf til að hengja upp í nýju aðstöðunni sinni. Það er gott að gefa. Fór síðan heim og málaði eina bestu Bláfjallsmynd sem ég hef gert. Karma? Á myndinni erum við Solla, sælleg og glöð.

Bláfjall reviseted

Mynd
Fór í kvöld og afhenti slysavarnarfélaginu hringnum málver af Bláfjalli að gjöf til að hengja upp í aðstöðu sinni. Drakk svo kaffi með konunum og fór svo heim að mála. Ákvað að mála sama mótíf og ég gaf þeim- bara minni útgáfu. Ótrúlegt en satt þá er myndin næstum því alveg eins og sú sem ég gaf.

Úff maður

Mynd
Var að prufa aðeins nýja aðferð varðandi bakgrunna og eyddi sjúklegum tíma í þessa mynd án þess að það skilaði sér. Jæja maður lærði samt eitthvað á þessu.

Sulta

Mynd
Hefði viljað klára þetta bláberjakjaftæði í kvöld en er ekki alveg ánægður.

Jónas Rafnar

Mynd
Jónas Rafnar var bróðir hennar ömmu. Þegar ég var að alast upp bjuggu hann og Alla konan hans á Háteigsveginum og maður kom þar alltaf í jólaboð. Það fannst manni hrikalega spennandi, enda stórt og flott hús og karlinn alltaf glettinn og skemmtilegur við okkur krakkana. Ég var að þvælast á Alþingis-vefnum og rakst þá á mynd af honum. Ákvað að gera eina skissu þar sem ég ætla að fara að vera duglegri við að stúdera portrait.

Meiri ber

Mynd
Frjálsleg tilraun á berjum eftir eina mynd sem var ekki góð. Þessi er það ekki heldur- but it has certain quality to it that the other one was missing. Ég er að komast á sporið í berjadótinu held ég.

Lyng

Mynd
Sá mynd á fésbókinni sem mig langaði til að mála af lyngi. Solla Pé birti hana. Gerði 2 tilraunir og er heldur ánægðari með þá efri, sem var sú seinni sem ég málaði. Ég kannski prufa í þriðja sinnið á morgun.

Hangiket

Mynd
Rakst fyrir tilviljun á mynd á netinu af Mývetningi að brasa í hangiketi. Það sést nú ekkert hver þetta á að vera. Geisp ég er þreyttur

Sjúklega massaður djöfull

Yfirlýsing: ÉG ÆTLA AÐ FARA AÐ MÆTA Í RÆKTINA! Ég er kannski gamall og stirður og get ekki hlaupið en það þýðir ekkert að væla lengur. Stefni að því að gera þetta af skynsemi og mæta bara 3x í viku til að byrja með. Fyrstu 2 vikurnar verða svona: Dagur 1: Hnébeygja, brjóst, þríhöfði og magi Dagur 2: Framstig, axlir og tvíhöfði Dagur 3: Réttstöðulyfta, bak og magi Ég byrja bara á einni æfingu og 3 settum per líkamshluta. Þegar ég verð hættur að fá strengi bæti ég aðeins við. Þetta er svo ógeðslega yfirstíganlegt að ég hef trú á því að ég muni meika þetta.

Gæs

Mynd
Fór í gæs á kunnulegar slóðir.  Fór svo og gaf Sollu og Jónasi aflann og fékk í staðinn vatnslitapappír sem mun allavega nýtast í skissur. Gerði smá prufu í kvöld og skissaði útsýnið frá felustaðnum sem manni finnst alltaf vænt um.

Deutz

Mynd
Málaði þennan Deutz sem ég sá rétt fyrir utan þéttbýlið á Stöðvarfirði. Hún er kannski pínulítið flöt en ég þori ekki að gera meira við hana strax.

Gæsaveiði

Mynd
Við félagarnir fórum í okkar árlegu gæsaveiðiferð um helgina. Í þetta skipti fórum við á suð-austur hornið. Vorum með kornakra en það var engin gæs komin á svæðið. Við fengum samt smá flug fyrsta morgunin- í túni sem okkur var úthlutað. Við náðum að reyta niður nokkra fugla. Eftir það gerðist ekkert og við þurftum að einbeita okkur að ofsaáti og heitapottsferðum. Mikið á okkur lagt. Þetta er ástæðan fyrir því að ég hef ekki verið að setja inn myndir síðustu daga. Það breytist í kvöld. Þessa mynd sem ég læt fylgja með núna tók Þolli. Mér fannst hún eitthvað svo lýsandi fyrir góðan gæsamorgun.