Yfirlýsing: ÉG ÆTLA AÐ FARA AÐ MÆTA Í RÆKTINA! Ég er kannski gamall og stirður og get ekki hlaupið en það þýðir ekkert að væla lengur. Stefni að því að gera þetta af skynsemi og mæta bara 3x í viku til að byrja með. Fyrstu 2 vikurnar verða svona: Dagur 1: Hnébeygja, brjóst, þríhöfði og magi Dagur 2: Framstig, axlir og tvíhöfði Dagur 3: Réttstöðulyfta, bak og magi Ég byrja bara á einni æfingu og 3 settum per líkamshluta. Þegar ég verð hættur að fá strengi bæti ég aðeins við. Þetta er svo ógeðslega yfirstíganlegt að ég hef trú á því að ég muni meika þetta.