Maður verður alltaf að hafa einhver skrítin verkefni í gangi. Núna ætla ég að mála 10-20 landslagsmyndir utandyra í sumar. Ég hef ákveðið að takmarka allverulega þann búnað og dót sem ég má nota í verkefnið. Blikkfata og vatn, málningarlímband, krossviðarplata, vatnslitapappír, einn pensill og aðeins 6 litir. Ég veit ekki alveg hvort ég muni setja inn þessar myndir jafnóðum hér á bloggið eða ekki. Stefnan er sett á að sýna þær í vetur ef ég klára verkefnið.