Færslur

Sýnir færslur frá júní, 2012

Sölumennska

Mynd
"Góðir" skjólgóðir hlaupaskór með fínni dempun og öllu nema kannski þokuljósum og veltigrind kosta yfirleitt á bilinu 20- 30 þúsund krónur. Þegar menn fóru að hlaupa meira tánum og gagnrýna skóframleiðendur fyrir að vera að framleiða skó sem fara illa með lappirnar á okkur (skoðun sumra), þá brugðust þeir við með því að fara að framleiða létta og þunna skó með engri dempun. Þetta eru oft kallaðir minimalist shoes og margir þekkja eflaust svokallaða "Fimm fingra"- skó svo eitthvað sé nefnt. Þarna er kominn nýr markaður og skóframleiðendur ná kannski að fylla eitthvað í það skarð sem myndast þegar ákveðinn hluti hlaupara snýr baki við hefðbundnum hlaupaskóm. Í ljósi þess að minimalískir skór eru lítið annað en þunnt lag af gúmmí og gerfiefnum og að á bakvið þá hljóti að liggja mun minni hönnunarvinna, þá er alveg makalaust að þeir kosti yfirleitt jafnmikið ef ekki meira en hefðbundnir hlaupaskór. Svo er það jafnvel ennþá merkilegra að til séu bjánar eins og ég se...

Flokka

Fór í flokku í dag að henda rusli úr vinnunni. Þar inni er ein gryfja með ruslapressu mikilli. Þar hendir maður úrgangi sem fer í urðun, þ.m.t. ýmsu glerdrasli. Ég segi ekki að örvunin sem ég fékk við að henda gömlum ljósakúplum þarna ofaní hafi verið kynferðisleg, en allt að því. Samt kannski meira svona: AAAAAARRRRRGGG ég er brjálaður! Það buldi í húsinu þegar ég lét dótið vaða þarna ofaní. Ég held að það væri kjörið að koma fyrir skilti þarna sem hvetur fólk til að öskra þegar það hendir úrgangi sem fer í urðun. Fá aðeins meiri tilfinningar í þetta. Hægt væri að koma upp desibila-mæli fyrir háfaða og veita afslátt af sorphirðugjöldum fyrir þá sem fara yfir ákveðin mörk. Það er vísindalega sannað að með því að öskra og fá útrás fyrir reiði öðlast maður sálarró, bætta geðheilsu og innri frið. Æskilegt er að þetta fari fram utan heimilis og því er Flokka, Sorpa og aðrir slíkir staðir kjörnir fyrir slík athæfi. Frá lýðheilsusjónarmiðum er þetta líka skref í átt að bættri andlegri he...

Stuð

Þegar frægir tónlistarmenn eiga afmæli eru oft haldnir stórtónleikar þeim til heiðurs. Oft koma þá ýmsir tónlistarmenn saman og spila fyrir viðkomandi snilling. Hér á Íslandi þurfa svona ullarsokkar eins og Bjartmar Guðlaugs og Valgeir Guðjóns að halda sjálfir upp á afmælið með því að spila. Ágætis tilefni til að fá smá aur í vasann. Bjartmar hefur verið að auglýsa afmælið sitt í útvarpinu látlaust undanfarna daga. Tónleikar í Háskólabíó. "Góðir Íslendingar, þá er komið að því"!. Það er eins og þjóðin hafi verið að bíða eftir því með drulluna í buxunum að hann ætti afmæli. Það er naumast að maðurinn er að drukkna í sjálfum sér. Það besta er, að það er til fólk sem kaupir miða á þennan óskapnað. Eru ekki annars allir í stuði?

Þríþrautin

Eitthvað hefur nú dottið úr manni dampurinn á þessu blessaða bloggi sem átti að vera svo hroðalega mikið æfingablogg. Enda sér maður að heimsóknum fækkar hér mjög. Hef alveg verið að halda dampi í æfingum fyrir þríþrautina á Laugum í ágúst. Það ánægjulegasta er að sundið gengur þokkalega og ég er að verða nokkuð bjartsýnn að ég nái að synda þessa 1500 metra af skriðsundi án þess að það þurfi að láta veiða mig úr lauginni með stjaka. Ég er reyndar ekki byrjaður að hlaupa mikið aftur en það kemur. Er alveg heilaþveginn af þessu tásluhlaups-rugli öllu saman og utanvegarhlaupum. Ég ætla ekki að fara að hlaupa á tánum en hef þó verið að prufa mig áfram í skóm sem eru með þunnum botni og hef ekki fengið í hnéin ennþá. Ég er eiginlega farinn að trúa því að hlaupaskór séu verkfæri djöfullsins, svona þangað til ég verð búinn að eyðileggja á mér lappirnar með öðrum hætti. Hjólaði upp í Hjaltadal í dag og fór í kaffi til Sillu og Gumma. Guðrún kom með strákana og Sigga og Haukur voru mætt á...

Traustur vinur

Ég hef verið að reyna markvisst að aftengja mig frá fjölmiðlaumræðu og fréttum nú í vor. Horfi þó alltaf á sjónvarpsfréttirnar ef ég hef tíma, enda ekkert líf án Boga Ágústsonar. Maður kemst þó heldur ekki hjá því að heyra suðið í blessuðum forsetaframbjóðendunum við og við. Hlustaði aðeins á Ara Trausta í gær í morgunútvarpinu á Rás 2. Ólafur Ragnar var í sama þætti í morgun en ég gafst upp eftir 4 mínútur. Havrefras er frekar tormeltur matur. Ég var alveg harður á því að ég væri Þóru maður frá upphafi. Hún hefur því miður sogast inn í heldur leiðinlega umræðu og er umdeildari heldur en maður bjóst við. Sama hvort það séu bara vænisjúkir íhaldsmenn sem geta ekki hugsað sér að fá konu af vinstri kantinum á Bessastaði, ég veit það ekki. Þetta almannatengsladæmi hjá henni hefur heldur ekki alveg verið að virka á mig. Drottningargreiðslan, fötin og handahreyfingarnar, vantar bara að Margrét danadrottning sendi henni pakka af Prince og hún fari að vefa dúka. Það getur vel verið að ...