Sölumennska
"Góðir" skjólgóðir hlaupaskór með fínni dempun og öllu nema kannski þokuljósum og veltigrind kosta yfirleitt á bilinu 20- 30 þúsund krónur. Þegar menn fóru að hlaupa meira tánum og gagnrýna skóframleiðendur fyrir að vera að framleiða skó sem fara illa með lappirnar á okkur (skoðun sumra), þá brugðust þeir við með því að fara að framleiða létta og þunna skó með engri dempun. Þetta eru oft kallaðir minimalist shoes og margir þekkja eflaust svokallaða "Fimm fingra"- skó svo eitthvað sé nefnt. Þarna er kominn nýr markaður og skóframleiðendur ná kannski að fylla eitthvað í það skarð sem myndast þegar ákveðinn hluti hlaupara snýr baki við hefðbundnum hlaupaskóm. Í ljósi þess að minimalískir skór eru lítið annað en þunnt lag af gúmmí og gerfiefnum og að á bakvið þá hljóti að liggja mun minni hönnunarvinna, þá er alveg makalaust að þeir kosti yfirleitt jafnmikið ef ekki meira en hefðbundnir hlaupaskór. Svo er það jafnvel ennþá merkilegra að til séu bjánar eins og ég se...