Umferð
Sé að það hefur verið nokkuð mikil umferð hérna inn á bloggið hjá mér í gær og í dag. Ekki veit ég hverju það gegnir en það er vísast best að reyna að henda inn nokkrum línum til að halda þessu á lífi. Við höfum haft það prýðilegt síðustu daga, strákarnir hjá pabba sínum en við gömlu sprekin fórum með Brynleif Rafnar í heimsókn til ömmu og afa í Mývó. Það hafði vægast sagt mjög róandi áhrif á líkama og sál. Við lágum eins og hlussur með slefið út á kinn en stóðum á fætur við og við til að nálgast meiri matvæli. Ég fór samt upp í sal og tók eina góða æfingu. Á morgun verður nóg við að vera. Byrjum á Gamlárshlaupi hérna á Króknum en föru svo upp í Hjaltadal til að éta. Kíkjum svo líklega á brennu á Hólum en stefnum síðan hingað á Krókinn til að horfa á Skaup og skjóta upp. Við verðum ekki alveg ein því Silla, Gummi, Anna Guðrún, Guðný Erla, Árni Gísli, Heiða, Louisa, Sigga Júlla, Haukur, Þórður, Stefán Snær, tengdapabbi og tengdamamma koma líka. Þröngt mega sáttir sitja. Fór...