Menning og fjölskyldulíf í 4. veldi
Á fimmtudaginn fórum við Guðrún á alveg frábæra leiksýningu sem ber nafnið Heilsugæslan. Verkið er samið af furðufuglinum og lækninum Lýði Árnasyni en með aðalhlutverk fara Elfar Logi Hannesson og Margrét Sverrisdóttir (kona Odds Bjarna fyrir þá sem hann þekkja). Í verkinu fær heilbrigðiskerfið ærlega á baukinn og ég hef ekki hlegið svona mikið síðan ha ha ha og Eyjólfur. Á föstudaginn átum við svo öll pizzu saman, horfðum á Batman, vöknuðum svo snemma á laugardag, útbjuggum nesti, fórum í skógar og nestisferð, sund í Varmahlíð, heimsókn til tengdó, héldum lítið þorrablót þegar við komum heim, horfðum á handbolta, vöknuðum snemma á sunnudag, fórum í golf, Guðrún fór með strákana í sund, hún fór reyndar út að hlaupa um morguninn líka, fengur okkur svo að borða og keyrðum til Akureyrar í leikhús og sáum 39 þrep sem er alveg drepfyndið og meinskemmtilegt ha ha ha og Eyjólfur en og aftur. Ég held að þetta hljóti að þýða það að maður getur legið í sófanum næstu vikurnar og beðið af sér ónæð...