Færslur

Sýnir færslur frá nóvember, 2009

Beðið birtingar

Sit hér og bíð eftir því að það birti aðeins betur svo ég geti brugðið mér af bæ og reynt að skjóta einhverja fugla í matinn. Kisa situr á næsta stól og fylgist vel með öllu. Hún vill upp á eldhúsborðið en veit að ef hún gerir það, þá fær hún flugferð yfir eldhúsið þvert og endilangt. Það hefur hún oft mátt reyna á eigin skinni. Guðrún sefur, útvarpið suðar í glugganum og ég drekk heitt kaffi, þetta er alveg prýðilegt. Hef verið að fylgjast með þessum fréttum að Friðrik Ómar fái ekki að vera með í einhverjum halelújakór og er hann farinn að gera mál úr þessu. Safna liði og samkynhneygðir ætla að þyrpast til guðþjónustu og kyssast til að gefa einhver statement. Kemst hann bara nokkuð inn vegna þess hversu leiðinlegur hann er? Það væri reyndar mjög slæmt líka en ég skil ekki hvernig fólk nennir að troða sér inn þar sem það er ekki velkomið. Manni dettur í hug Georg Bjarnfreðarson og kvenfélagið í Reykhólasveit. Face it baby... þetta er no homos club. No Homers! Jæja hvernig nenni ég að t...

Líter af kraftasterum og testósterón

Mynd
Jæja góða kvöldið Nú skellti kallinn í pott þvílíkri djöfullsins kjötsúpu að eldhúsinnréttingin hreinlega nötraði þegar suðan kom upp á þessu helvíti. Slatti af kjöti (sennilega 1,5 kg), gusa af vatni, blaðlaukur, gulur laukur, haframjöl, hrísgrjón, gulrætur, hvítkál, salt, smá svartur pipar, kartöflur, steinselja, rófur og ég veit ekki hvað. Ég svona nánast skellti þessu saman í einn graut en beið þó með hvítkálið, kartöflurnar og rófurnar þar til fór að styttast í þessu. Mér varð svo heitt í hamsi við að éta þetta að ég reif mig úr skyrtunni og var ber að ofan. Drengirnir kipptu sér nú ekki mikið upp við það en Guðrún ljómaði að sjálfsögðu við að sjá hálfnakið dýrið sitja við eldhúsborðið og moka í sig prótínum og fitu. AAAAAARRRRRRRRRRRGGGGGGGG!!!! Verði mér að góðu, Bjarni Ps. Myndin kom upp þegar ég googlaði: masculine meat soup. Þetta gæti bara verið ég sjálfur.

Helgin á enda og alvara lífsins tekur við

Þetta hefur verið löng og ströng helgi. Í gær, laugardaginn 22. nóv, þurfti ég að ganga til rjúpna og reyna að afla matar fyrir heimilið. Það gekk svo sem stóráfallalaust fyrir sig en var alveg hrikalega erfitt en það er ekki laust við að húsbóndahlutverkið gangi stundum nærri manni. Ekki nóg með að ég hafi þurft að ganga allan liðlangan daginn, heldur þurfti ég líka að smyrja nesti og taka mig til sjálfur. Þegar heim var komið fékk ég svo enga aðstoð við að þrífa byssuna, hengja upp rjúpurnar og ganga frá. Þegar veiðifötin voru búin að liggja blaut á gólfinu ásamt rjúpnavestinu í 3 klukkutíma þá sá ég mig tilneyddan til að ganga í málið sjálfur, setti upp svip og haltraði fram í forstofu og hengdi upp flíkurnar. Þetta gerði ég sárþjáður í mjöðminni og með nuddsár í rassinum. Reyndar lét Guðrún renna í bað fyrir mig sem var eins gott því annars væri ég ekki að skrifa þetta núna svo örmagna var ég. Ekki hefur dagurinn í dag verið betri. Hér hefur staðið yfir þvílík tiltekt og ........ ...

Nóg að gera

Mynd
Jæja góða kvöldið. Þá er komið að því að ég reyni að drulla á blað einhverjum tíðindum. Í augnablikinu sit ég við eldhúsborðið og er alveg örþreyttur eftir erilsaman dag. Guðrún er í Reykjavík og við drengirnir hennar bara þrír heima. Það hefur að sjálfsögðu gengið vel og við elduðum saman alveg ljómandi góðar kjötbollur. Eins og sjá má á Mynd 1 (guð hvað þetta er fræðilegt) þá vorum við piltarnir í stuði í eldhúsinu. Mynd 1. Kjötbollusnillingarnir! Ég var held ég eitthvað að tala um heimilisiðnað í einhverju blogginu. Ég ætla nú ekki að fara að halda því fram að við séum orðin sjálfum okkur næg varðandi drasl til að éta eða klæða okkur í, en við höfum verið að bralla ýmislegt. Drengirnir hafa tekið þátt í þessu, smíðað búðing, þæft ull og prjónað. Guðrún prjónar, þæfir, bræðir vax í kerti og ég dunda svona meira í matvælum. Ég drullaði saman 10 kg. af alveg ofboðslega feitum sperlum sem ég er hrikalega stoltur af og ég get ekki beðið eftir að éta þessar elskur. Mynd 2. Faðir sperðil...

Þetta er.......

alveg að koma! Búinn að fara í ýmsar ævintýraferðir og bæta við fleiri myndym. Don´t give up on me, reyni að blogga í kvöld. Kveðja, Bjarni

Eitt af markmiðum helgarinnar var..........

að blogga! Það tókst nú ekki en ég á orðið slatta af myndum með tilheyrandi sögum sem ég þarf að fara að setja inn. Mikið hefur verið að gera í heimilisiðnaðnum og við öll lagt okkar af mörkum við fara nett út úr kreppunni og þarf ég að útskýra það betur. Annars góð helgi. Fór í rjúpu í landið hjá tengdó á laugardaginn og hafði þrjár. Ekki sá ég mikið af rjúpu en bætti einu Hjaltadalsfjallinu við í Labbauppáfjöll-listann minn. Í Hjaltadal hef ég nú gengið á: Elliða, Hólabyrðu, Þríhyrninga, Kálfstaðahnjúk, Skúfstaðafjall og ætli þetta síðasta heiti ekki Viðvíkurfjall. Nú á ég eftir: Nautabúshnjúk, Hafrafell og kannski Grasárdalshnjúk eða Reykjahnjúk og jú Kolbeinsstaðahnjúka. En jæja skrifa betri pistil hér inn í kvöld eða á morgun og hendi inn myndum. Kveðja, Bjarni