Beðið birtingar
Sit hér og bíð eftir því að það birti aðeins betur svo ég geti brugðið mér af bæ og reynt að skjóta einhverja fugla í matinn. Kisa situr á næsta stól og fylgist vel með öllu. Hún vill upp á eldhúsborðið en veit að ef hún gerir það, þá fær hún flugferð yfir eldhúsið þvert og endilangt. Það hefur hún oft mátt reyna á eigin skinni. Guðrún sefur, útvarpið suðar í glugganum og ég drekk heitt kaffi, þetta er alveg prýðilegt. Hef verið að fylgjast með þessum fréttum að Friðrik Ómar fái ekki að vera með í einhverjum halelújakór og er hann farinn að gera mál úr þessu. Safna liði og samkynhneygðir ætla að þyrpast til guðþjónustu og kyssast til að gefa einhver statement. Kemst hann bara nokkuð inn vegna þess hversu leiðinlegur hann er? Það væri reyndar mjög slæmt líka en ég skil ekki hvernig fólk nennir að troða sér inn þar sem það er ekki velkomið. Manni dettur í hug Georg Bjarnfreðarson og kvenfélagið í Reykhólasveit. Face it baby... þetta er no homos club. No Homers! Jæja hvernig nenni ég að t...