Brandari
Ég og Guðrún sátum í rólegheitunum í sófanum með útroðna belgina af kjötbollum þegar Brynar kom og vildi segja okkur brandara. Hann hljóðaði svona: Það var einu sinni strákur sem var að fara í flugvél. Hann átti eina sprengju og eina kúlu. Þegar hann lenti á eyju hitti hann stelpu sem var grátandi og spurði hvað væri að? "Ég er með kúlu á hausnum", sagði stelpan. Strákurinn sagði "það er allt í lagi". En þá kom hlaupandi maður og öskraði "húsið mitt sprakk og konan mín var á klósettinu!" Kveðja, Bjarni Ps. Kjötbollurnar komu þessu ekkert við en þær voru góðar