Færslur

Sýnir færslur frá september, 2009

Brandari

Ég og Guðrún sátum í rólegheitunum í sófanum með útroðna belgina af kjötbollum þegar Brynar kom og vildi segja okkur brandara. Hann hljóðaði svona: Það var einu sinni strákur sem var að fara í flugvél. Hann átti eina sprengju og eina kúlu. Þegar hann lenti á eyju hitti hann stelpu sem var grátandi og spurði hvað væri að? "Ég er með kúlu á hausnum", sagði stelpan. Strákurinn sagði "það er allt í lagi". En þá kom hlaupandi maður og öskraði "húsið mitt sprakk og konan mín var á klósettinu!" Kveðja, Bjarni Ps. Kjötbollurnar komu þessu ekkert við en þær voru góðar

Kúlur

Mynd
Ég var nú litinn hornauga í allt sumar þegar ég gerði þetta? Kveðja, Bjarni

Veturinn ber á dyrnar, ég svara ekki

Mynd
Góðan dag. Héðan er allt bærilegt að frétta, forgjöfin stendur í stað, grámi í fjöllum og stýrivextir að mestu óbreyttir. Veturinn ætlar svo sem ekkert að koma manni að óvörum þetta árið og manni finnst haustlegra með hverjum deginum. Það sem er gott við það er að það styttist í vorið. Annars er nú eitthvað ósköp fátt í fréttum. Slakaði bara á alla síðustu helgi í faðmi fjölskyldunnar. Keppti í bændaglímumóti í golfi á laugardaginn og fór svo með Daníel á uppskeruhátíð hjá barna og unglingdeild í golfklúbbnum á sunnudaginn (sjá mynd). Þar kepptum við saman í liði en unnum ekki til verðlauna. Plan fyrir helgina: Laufskálarétt á laugardaginn: Hestar, hestamenn og ég búinn að láta taka úr mér brennivínskirtlana? Veit ekki alveg hvernig þetta á eftir að smella saman en það kemur í ljós. Ég syng þá bara þeim mun meira í staðinn. Ég komst nefnilega að því um daginn að Guðmundur Sölvason forfaðir minn var Skagfirðingur og öðlaðist við það fagra tenórrödd. Rest af helgi: Feitmeti, golf og láta...

N1N1H1N3J3

Mynd
Mér finnst alger óþarfi að bíða með kúkinn í brókunum eftir að fá þessa blessuðu svínaflensu og stefni ótrauður að því að fá hana sem fyrst, klára þetta af. Ég hef leitað upplýsinga á vef landlæknisembættisins en þar er allt í niðurníðslu og litlar upplýsingar að hafa um hvernig sé best að ná sér í þetta. Út frá upplýsingum um hvernig sé best að forðast flensuna hef ég samt útbúið plan sem ég vil biðja alla sem vilja fá flensuna að fara eftir. 1.Hnerrið ekki í handþurrkur eða olnbogabót heldur beint upp í loft eða í átt að næsta manni. 2.Ef þið eigið notaðar handþurrkur, hendið þeim þá að fólki eða á næstu borð. Safnið notuðum handþurrkum og snýtibréfum frá öðru fólki og geymið í vasa og skiptið jafnvel við fólk á bréfum 3.Stundið ekki handþvott, sérstaklega ekki með sápu 4.Ef þú finnur til flensueinkenna þá ekki leita læknis. Farður frekar í heimsókn 5.Ef þú finnur til einkenna skaltu ávallt halda þig nálægt fólki, innan við 1 meter 6.Ef þú finnur til einkenna skaltu vera á bölvuðum ...

Kári sýnir sig

Já nú er sko hvasst á Skagaströnd. Þá er bara að draga fram brimbrettið.

Ferðalag

Fór í Mývatnssveit um helgina og það skeit á mig skúfönd. Getur það orðið mývetnskara?

Besti matur í heimi?

Héðan af norðvesturhorninu er allt ljómandi gott að frétta. Þó hafa veður verið fremur válind og tíðarfar ekki gefið mikið tilefni til útivista né golfiðkunar, en ég hef fulla trú á að þetta muni lagast með vetrinum. Nú hef ég hafið störf að nýju og það af fullum krafti og mun það sjálfsagt endurspeglast í hækkandi vísitölum og batnandi þjóðarhag fljótlega. Fjölskyldulífið gengur sinn vana gang og drengirnir byrjaðir á fullu í skólanum. Guðrún er í smá sumarfríi og hefur verið heima síðustu daga. Daglega hef ég sett henni fyrir ýmis verkefni, fara í berjamó, þrífa slotið, greiða drengjunum og þurrka munnvikin, hjálpa þeim að læra, baka vínabrauð, vera prúð í fasi og ekki ergja mig þegar ég kem heim. Þetta hefur allt gengið eftir. Um síðustu helgi fórum við öll í réttir í Mývatnssveit og vakti það mikla lukku hjá drengjunum sem slógu öll met í dugnaði við smalamennsku og fjárdrátt. Allir vöknuðu kl. 06:00, fóru austur á Dal og piltarnir gengu svo með safninu niður að rétt á meðan við ga...