Veturinn ber á dyrnar, ég svara ekki


Góðan dag.

Héðan er allt bærilegt að frétta, forgjöfin stendur í stað, grámi í fjöllum og stýrivextir að mestu óbreyttir. Veturinn ætlar svo sem ekkert að koma manni að óvörum þetta árið og manni finnst haustlegra með hverjum deginum. Það sem er gott við það er að það styttist í vorið.

Annars er nú eitthvað ósköp fátt í fréttum. Slakaði bara á alla síðustu helgi í faðmi fjölskyldunnar. Keppti í bændaglímumóti í golfi á laugardaginn og fór svo með Daníel á uppskeruhátíð hjá barna og unglingdeild í golfklúbbnum á sunnudaginn (sjá mynd). Þar kepptum við saman í liði en unnum ekki til verðlauna.

Plan fyrir helgina: Laufskálarétt á laugardaginn: Hestar, hestamenn og ég búinn að láta taka úr mér brennivínskirtlana? Veit ekki alveg hvernig þetta á eftir að smella saman en það kemur í ljós. Ég syng þá bara þeim mun meira í staðinn. Ég komst nefnilega að því um daginn að Guðmundur Sölvason forfaðir minn var Skagfirðingur og öðlaðist við það fagra tenórrödd.

Rest af helgi: Feitmeti, golf og láta mig flatreka í sófanum

Góðar stundir, Bjarni

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Infatuation casinos? sanction this unversed [url=http://www.realcazinoz.com]casino[/url] commander and wing it denigrate online casino games like slots, blackjack, roulette, baccarat and more at www.realcazinoz.com .
you can also into our lively [url=http://freecasinogames2010.webs.com]casino[/url] disdain at http://freecasinogames2010.webs.com and wave in needful folding spondulix !
another in [url=http://www.ttittancasino.com]casino spiele[/url] livelihood is www.ttittancasino.com , in bring in mother earth german gamblers, pressurize well-meaning online casino bonus.

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Nýa íbúðin