Færslur

Sýnir færslur frá janúar, 2026

Að langa til að langa

Mynd
Ég var að hlusta á podcast þar sem viðmælandinn (Arthur Brooks) sagði snilldar setningu.  Þú byrjar fyrst að róa með straumnum þegar þig fer að langa í það sem þig langar að langa í. Þeir ræddu þetta s.s. ekkert frekar en þetta kveikti einhver ljós í hausnum á mér og ég fór að velta fyrir mér hvaða merkingu þetta hefur í tengslum við ýmsa hluti. Suma langar til að verða ríkir en öðrum finnst eftirsótt að verða frægir. Það er líka mjög auðvelt að setja þetta í samhengi við einhver sem langar að vera í góðu formi en endist aldrei til að mæta á æfingar: Ég æfi → ég kemst í gott form → þá mun mig langa að æfa. En raunin er að fyrir þá sem stunda hreyfingu er þetta svona: Ég rækta sjálfsmynd þar sem löngunin er að æfa → æfingar → útlit og form koma (bónus) Kannski snýst þetta ekki um að fá alltaf það sem okkur langar í, heldur að móta það sem okkur langar að langa í. Að velja ferlið áður en niðurstöðurnar koma, og treysta því að þær verði aukaafurð. Með tímanum hættir þetta að vera bará...

Uppsveifla

Mynd
Vel útfærð 7x6min þröskuldsæfing frá því í dag. Eftir hálfgert hrun á taugakerfinu með hjartsláttaóreiðu og öðrum fylgikvillum, virðist horfa til betri vegar. Eins og ég hef komið inn á þá fylgdi þessu hálfgert hrun á hjólinu og ég skilaði sennilega bara 75% af því sem ég á að geta. Ég ræddi þetta við Ingvar fyrir nokkru og við ákváðum að skrúfa FTP-ið mitt niður tímabundið og sjá hvort ég kæmi mér ekki í gang. Nú er þetta farið að skila góðum árangri og ég eflist með hverri æfingunni. Eitt af því sem ég hef líka verið að gera er að reyna að ná meiri gæðum úr settunum, þ.e. halda jöfnu álagi og snúningi (cadence). Ég byrja rólega og vinn mig svo upp í rólegheitum. Þetta hefur svínvirkað og ég er að ná að enda síðasta settið mjög sterkur.  Annað sem ég hef verið að gera og það er að minnka þunga lyftingar fyrir fæturnar. Ég er að komast að því að þegar ég er í þröskulds og "steady state" æfingum þá eru þungar lyftingar bara of mikið fyrir mig. Ég reyni samt að komast í ræktina...