Færslur

Sýnir færslur frá nóvember, 2025

Rjúpa og betra hjarta...

Mynd
Rjúpnaskytterí á afmælisdaginn. Nú er ég búinn að fara í ítarlegri rannsóknir á hjartanu og fékk sannarlega mjög góðar fréttir. Hjartað er heilt, dælir vel og engin merki eru um að þessar truflanir hafi nein áhrif. Læknirinn sagði í lokin: „ég vil að þú haldir áfram að gera það sem þú elskar að gera – svo ekki hætta að æfa.“ Það voru ótrúlega góð orð að heyra. Ég skellti mér á rjúpu á afmælinu mínu um daginn. Svei mér þá ef það var ekki langur tími síðan ég gerði það síðast. Náði í matinn tiltölulega fljótt og greinilega ekki alveg búinn að gleyma þessu. Hef hitt betur – en líka hitt verr. Aðal atriðið var samt fegurðin og veðrið. Það var hrein hleðsla á lífsbatteríið. Garmin Venu 4 Talandi um lífsbatterí: Ég var að kaupa mér nýtt úr í gær. Núverandi er orðið átta ára gamalt og þessi uppfærsla opnar fyrir heilan helling af nýjum fítusum til að fylgjast með endurheimt, hjartslætti og svefni. Ég skrifa líklega fljótlega hvað mér finnst. Undanfarið hafa æfingar meira snúist um að halda sj...

Óreiða

Mynd
Við Eyjafjarðará á miðvikudaginn í fallegu en svölu veðri. Í heildina lítur þetta allt mun betur út með hjartsláttaróreiðuna. Ég tek núna væga betablokka og reyni að halda álaginu í skefjum eins og ég get. Allar æfingar eru komnar í „low intensity only“ – bara rólegt endurance á lágum púlsi – og ég er hættur að lyfta þungt. Í þessari viku fór ég tvisvar í ræktina, en þá er það bara létt og með teygjum. Engin hetjuskapur, bara viðhald og slökun. Erfiðara er hins vegar að stýra álagi í persónulega lífinu. Það er eins og líkaminn sé að senda manni skýr skilaboð: „Slakaðu aðeins á, félagi.“ Ég hef greinilega verið of lengi í of háum snúningi, keyrt mig áfram á stressi. Það sem ég hef lesið um þetta bendir reyndar til þess að andlegt álag hafi meiri og verri áhrif á hjartað en líkamlegar æfingar – sem er bæði áhugavert og dálítið óþægilegt. En að öðru – ég setti 50mm Suomi nagladekk undir gravel-hjólið og tók smá prufurúnt í vetrarblíðunni. Þessi dýrgripir eru með 252 nagla og það er óhætt ...