Rjúpa og betra hjarta...
Rjúpnaskytterí á afmælisdaginn. Nú er ég búinn að fara í ítarlegri rannsóknir á hjartanu og fékk sannarlega mjög góðar fréttir. Hjartað er heilt, dælir vel og engin merki eru um að þessar truflanir hafi nein áhrif. Læknirinn sagði í lokin: „ég vil að þú haldir áfram að gera það sem þú elskar að gera – svo ekki hætta að æfa.“ Það voru ótrúlega góð orð að heyra. Ég skellti mér á rjúpu á afmælinu mínu um daginn. Svei mér þá ef það var ekki langur tími síðan ég gerði það síðast. Náði í matinn tiltölulega fljótt og greinilega ekki alveg búinn að gleyma þessu. Hef hitt betur – en líka hitt verr. Aðal atriðið var samt fegurðin og veðrið. Það var hrein hleðsla á lífsbatteríið. Garmin Venu 4 Talandi um lífsbatterí: Ég var að kaupa mér nýtt úr í gær. Núverandi er orðið átta ára gamalt og þessi uppfærsla opnar fyrir heilan helling af nýjum fítusum til að fylgjast með endurheimt, hjartslætti og svefni. Ég skrifa líklega fljótlega hvað mér finnst. Undanfarið hafa æfingar meira snúist um að halda sj...