Færslur

Sýnir færslur frá júlí, 2020

Ferðalag að byrja

Jæja það er víst lítið annað að gera en að fara að koma sér í sumarfrí. Er staddur í Reykjavík en legg af stað á Höfn í Hornafirði í fyrramálið með strætó. Ég gisti hjá Halldóru systir en í fyrramálið hjóla ég upp í Kópavog og fer í tíma hjá húðlækni kl. 11.00. Eftir það hjóla ég í Mjóddina og bíð eftir strætó. Svo verður bara að láta líða úr sér í strætó, leggja sig og hlusta á hlaðvörp. Já ég þarf eiginlega að komast í búð og kaupa mér eitthvað til að maula á í strætó. Ætli það séu annars ekki örugglega klósett þar…. ha segið mér það …. ha ? jú það hlýtur að vera. Síðan tjalda ég á Höfn annað kvöld og hjóla svo af stað á laugardagsmorgun. Stefni á að tjalda svo í Álftafirði. Efast um að ég nenni að fara meira 80 km. fyrsta daginn.   Æja ef einhver hefur áhuga þá á ég eftir að vera duglegur að setja eitthvað inn á FB. bless ps. það verður nákvæmlega ár í fyrr síðan ég hjólaði af stað frá Lundi til Vasteras. Það er nú ekki merkilegt en samt tilviljun

Tómur að innan

Ég hef áður lýst því hvernig tómleikinn getur sullast yfir mig þegar börnin eru ekki hjá mér. Yfirleitt er þetta nú bara fyrsta kvöldið og skánar svo jafnt og þétt. Þessi vika hefur reyndar verið undantekning og ég er búinn að vera hálf ómögulegur þegar ég kem heim úr vinnunni. Tilfinningin er í rauninni eins og ég sé galtómur að innan. Engin gleði, ekkert að hlakka til og allt hálf tilgangslaust. Ég veit þetta hljómar ekki vel en ég díla ágætlega við þetta. Gærdagurinn var óvenju slæmur og mér leið eiginlega bara bölvanlega. Ég settist út á svalir í sólina og reyndi eitthvað að ná áttum. Starði upp í fjall og saknaði barnanna, að vera ekki í sambandi og hluti af fjölskyldu. Að lokum fór ég inn og fletti upp einhverjum greinum sem tengdust "emptiness" og "existential crisis". Las mig í gegnum haug af drasli. Þetta var allt eitthvað sem ég hafði lesið áður en ágætis áminning. Það helsta sem ég tók út úr þessu var að loka ekki á þessar tilfinningar heldur skoða þær og...

Nýtt ævintýri eða alger dauði

Mynd
Ferðaplanið fyrir Austfirði Jæja ég er búinn að átta mig á því að það þýðir ekki að sitja með hendurnar uppi í rassgatinu á sér allt sumarfríið. Þó að hjólaferðir um hálendið og til útlanda hafi farið út um þúfur, þá verður maður bara að finna sér eitthvað annað að gera.  Ég er að fara að vinna í Reykjavík í næstu viku og þegar því er lokið ætla ég að taka strætó á Höfn í Hornafirði og hjóla svo austur fyrir land- heim í Mývó. Þetta getur orðið allt frá því að vera frábært út í það að vera hreinasti djöfulsinns viðbjóður.  Ég er búinn að redda mér tjaldi og það var alltaf planið að nýta það sem mest en það er líka freistandi að panta einhverja gistingu á leiðinni. Komast í góða sturtu og sofa í góðu rúmi. En ef ég geri það er það fljótt að telja og ég ætla að reyna að hafa þetta eins ódýrt og kostur er. Nú þarf ég að fara að drífa mig í að fara yfir listann frá því ég fór í hjólaferðina til Svíþjóðar og uppfæra hann miðað við íslenskar aðstæður. Ég fæ lánað tjald en þarf að ka...