Ferðalag að byrja
Jæja það er víst lítið annað að gera en að fara að koma sér í sumarfrí. Er staddur í Reykjavík en legg af stað á Höfn í Hornafirði í fyrramálið með strætó. Ég gisti hjá Halldóru systir en í fyrramálið hjóla ég upp í Kópavog og fer í tíma hjá húðlækni kl. 11.00. Eftir það hjóla ég í Mjóddina og bíð eftir strætó. Svo verður bara að láta líða úr sér í strætó, leggja sig og hlusta á hlaðvörp. Já ég þarf eiginlega að komast í búð og kaupa mér eitthvað til að maula á í strætó. Ætli það séu annars ekki örugglega klósett þar…. ha segið mér það …. ha ? jú það hlýtur að vera. Síðan tjalda ég á Höfn annað kvöld og hjóla svo af stað á laugardagsmorgun. Stefni á að tjalda svo í Álftafirði. Efast um að ég nenni að fara meira 80 km. fyrsta daginn. Æja ef einhver hefur áhuga þá á ég eftir að vera duglegur að setja eitthvað inn á FB. bless ps. það verður nákvæmlega ár í fyrr síðan ég hjólaði af stað frá Lundi til Vasteras. Það er nú ekki merkilegt en samt tilviljun