Ferðasagan
Inngangur Ef þú ert að lesa þetta þá vil ég bara láta vita að ég birti söguna í jafnóðum og ég skrifa. Færslan gæti því tekið nokkra daga. Dagur 1 (ferðadagur) 08.07.2019 Klassíker á Leifsstöð; serrano samloka og kaffi. Átti flug frá Keflavík rétt um kl. 11.00 og þurfti því ekki að stressa mig mikið. Var á bílaleigubíl frá Avis og starfsfólkið á leigunni skutlaði mér upp að dyrum svo ég þyrfti ekki að burðast með pappakassana. Check in og security gengu eldsnöggt fyrir sig og ég þurfti að dunda mér í 3 klukkutíma á vellinum fyrir flug. Mér finnst það reyndar bara fínt. Ekkert annað merkilegt þennan daginn nema ferðalag með lestinni yfir Eyrasundsbrúnna er á gráu svæði (annað en þau sögðu í miðasölunni). Lestarvörður gerði athugasemdir og sagði mér að þetta væri allt of stórt fyrir lestina en leyfði mér þó að fljóta með þar sem ég var búinn að drösla þessu um borð. Maður þarf því greinilega að skoða þetta vel áður en maður ferðast með hjól í lestir í framtíðinni. Þegar ...