Færslur

Sýnir færslur frá júlí, 2019

Ferðasagan

Mynd
Inngangur Ef þú ert að lesa þetta þá vil ég bara láta vita að ég birti söguna í jafnóðum og ég skrifa. Færslan gæti því tekið nokkra daga. Dagur 1 (ferðadagur) 08.07.2019 Klassíker á Leifsstöð; serrano samloka og kaffi. Átti flug frá Keflavík rétt um kl. 11.00 og þurfti því ekki að stressa mig mikið. Var á bílaleigubíl frá Avis og starfsfólkið á leigunni skutlaði mér upp að dyrum svo ég þyrfti ekki að burðast með pappakassana. Check in og security gengu eldsnöggt fyrir sig og ég þurfti að dunda mér í 3 klukkutíma á vellinum fyrir flug. Mér finnst það reyndar bara fínt. Ekkert annað merkilegt þennan daginn nema ferðalag með lestinni yfir Eyrasundsbrúnna er á gráu svæði (annað en þau sögðu í miðasölunni). Lestarvörður gerði athugasemdir og sagði mér að þetta væri allt of stórt fyrir lestina en leyfði mér þó að fljóta með þar sem ég var búinn að drösla þessu um borð. Maður þarf því greinilega að skoða þetta vel áður en maður ferðast með hjól í lestir í framtíðinni. Þegar ...

Minnispunktar

Mynd
Á góðri stund "in the middle of nowhere" að brasa pottkaffi. Þessi hjólaferð sem ég var í hverfur ekki svo glatt úr huga manns. Maður er búinn að vera að reyna að setja sig inn í ýmis mál í vinnunni en hugurinn fer yfirleitt á þvæling aftur til Svíþjóðar, þar sem maður hjólar í gegnum heiðgula akra og framhjá spegilsléttum vötnum sem eru umvafin skógi í sól og blíðu. Já svo dregur hugurinn mann líka í að plana næsta ævintýri. Ég er búinn að vera að spá í hvort ég taki mér ekki 6 vikna sumarfrí næst og verði 2 vikur með börnin í útlöndum og taki svo 4 vikna hjólaferð ef ég næ að koma því við. Frakkland, Andorra og Spánn hljóma vel. Annars lifir þessi ferð fersk í huga manns eins og fram hefur komið og gaman að fara yfir það hvað maður lærði og hvað betur hefði mátt fara. Í ferðinni skrifaði ég niður lista hverju ég gæti bætt við fyrir næstu ferð og það er nú s.s. ekki mikið. Það helsta er: Teygjur (til að loka kaffipokum og matarpakkningum) Litla fislétta samanbrjót...