Sinnep og skinka
Það er eins með matinn eins og skissurnar- það eru ekki endilega hinar fullbúnu veislumáltíðir sem eru það besta, heldur öllu heldur afgangarnir og snarlmáltíðirnar. Jólin ca. 1993 var ég hjá pabba og Hafrúnu og komst upp á lag með að borða afgangana af dönsku jólaskinkunni á ristað brauð með sterku sinnepi. Hamborgarahryggurinn er fínn í þetta líka. Eftir crossfit tímann í morgun fékk ég mér feita sneið af hrygg með moutard au basilic, heitt kakó og rjóma. Þvílík byrjun á degi!