Færslur

Sýnir færslur frá september, 2017

You can't make this shit up

Um daginn var ég að hlusta á Útvarp Sögu og þá hringdi inn maður sem kunni skýringu á því hversvegna lambakjötið seldist ekki nægjanlega vel. Hann hafði borðað á veitingastað fyrir austan fjall og pantað lambasteik. Hún var borin fram blóðug!!! Það þarf bara að kenna kokkum landsins að elda svo þetta dýrindis kjöt fari að seljast.

Þau fjúka haustlaufin.

Í dag er nokkur vindur úti en 15°C hiti. Það er því óvenju notalegt fyrir gamalmenni að fjúka fyrir bíl með haustlaufunum.

Áfram veginn.

Ef ég geng með börnin í skólann einu sinni á dag og fer einu sinni á dag í búðina sem er rúma 100 metra frá húsinu mínu, þá má reikna með að þetta séu um 1,5 km aukalega miðað við að nota bíl. Það gera 7,5 km á viku og 30 km á mánuði. Tvöhundruð og fjörutíu km á venjulega skólaári og svo bætast við búðarferðir á sumarleyfistíma. Þetta eru nokkrir hamborgarar. Bíllausi lífstíllinn borgar sig með ýmsum hætti...

Bíllausi lífstíllinn

Við erum búin að vera bíllaus síðan í byrjun sumars eða í vor... man ekki alveg nákvæmlega tímasetninguna. Þetta eru sennilega samtals á bilinu 3 til 4 mánuðir. Ef frá eru talin einhver skipti sem okkur hefur verið lánað ökutæki (og það fyndna við það er að við höfum ekki beðið um það af fyrra bragði), þá höfum við lítið eða ekkert saknað þess að vera ekki á bíl.  Með afborgun af bílaláni og rekstrarkostnaði á bílnum munum við sjálfsagt spara í kringum 2 milljónir á ári við að losa okkur við þennan stálhlunk sem veitti okkur (allavega ekki mér) enga sérstaka ánægju. Fyrir mér var það þvílík frelsistilfinning að losna við þennan bíl og geta hætt að hafa áhyggjur af því að hann væri að fara að bila, það þyrfti að fara að þrífa hann eða koma honum í skoðun. Bless bless Ford Galaxy you will not be missed. Að lokum má líka nefna hvað maður getur étið mikið meira án þess að það setjist á mann......