Færslur

Sýnir færslur frá nóvember, 2014

Afslöppun eftir markaðsdag

Mynd
Markt í umhverfinu veitti innblástur í dag

Einhverskonar jólastúss

Mynd
Stoltur af afrakstri dagsins. Falleg málverk komin í ramma og litlir álfar og Grýla búin að hjálpa til við að pakka jólakortum. Verð á markaðsdegi á Kaffi borgum á laugardag. Málverk, kort og góðgæti

Vetrarmynd

Mynd
Ég er nokkuð ánægður með þessa.

Gamulkunn stef

Mynd
Vogar sem heppnuðust sæmilega utan við vatnið. Hverfjall. Önnur bara með 5 pensilstrokum

Frjálslegir Vogar

Mynd
Fólk fer nú að fá leið á þessu settöppi. Gerði 2 í kvöld og fannst þessi skárri. Þessi var mjög frjálslega unnin enda gaman að mála hana. If it's boring to paint, it will be boring to look at Ég geri vonandi lokatilraun á morgun

Póstur no. 1100

Mynd
Tók ekki eftir því þegar ég póstaði þessu að þessi póstur er númer 1100 hjá mér á þessu bloggi. Gaman að því Kveðja, Bjarni

Afkastalítill dagur

Mynd
Prufaði aðeins meira með kolum.

Nýtt dót

Mynd
Keypti kol og mjúkan vatnsheldan túss í dag. Dúttlaði eitthvað með það

Filt tip

Mynd
Búinn að vera veikur en gerði samt einhverjar skissur þegar ég sat í afgreiðslunni

Kort

Mynd
Hér er ég kominn með gjafakort og Jólakort úr prentun. Tilraunaútgáfa

Ráðstefna

Mynd
Gleymdi þessari eftir ráðstefnuna

Ýmsar skissur kvöldsins

Mynd

Skissa dagsins

Mynd

Meiri bátar

Mynd

Skipamynd

Mynd
Prufaði aftur skip í anda horfins snillings. Íslenskt skip samt

Afrakstur kvöldsins

Mynd
Var að vinna með speglanir í kvöld. Þær geta verið snúnar með vatnslitum. Lærði mikið á þessu

Næstum því

Mynd
Veit ekki með þennan runnadjöful sem ég bætti við í lokin? Annars eru fleiri mistök í litum og tónum sem ég ætla svo sem ekki að tíunda. Ég ætla að melta þetta í nótt en þetta endar sennilega ekki í ramma þó þetta sé að mörgu leiti fínt

Tvær til viðbótar

Mynd
Ég er ánægður með þessa minni. Enda var það skissa. Ég geri sjaldan portrait en prufaði eina í kvöld. Einn litur sem er góð æfing

Heimspeki

Mynd
Tók enn eitt sjálfsprófið á netinu. Þessi sjálfspróf eru svo mikilvægur þáttur í því að finna sjálfan sig. Hvaða blóm er ég, hvernig er áran mín á litinn, hvaða rokkstjarna er ég..... who am I? Nú var það heimspekipróf. Hvaða heimspekingur er ég? Þetta eru mikilvægar upplýsingar. Stautaði mig í gegnum einhverjar spurningar og komst að því að ég er 88% Nietzsche. Ég er ekki útlesinn í heimspeki en ánægður með niðurstöðuna. Nietzsche var svalur gaur og það er einhver mystic yfir honum- geðveikin og allt það. "The most noble goal in life is to create art. To live well is to be art. If life is a dream, "I will dream on!"  Tek undir hvert orð. Þegar ég var svo búinn að taka prófið komst ég ekki hjá því að hugsa hvað er gert við allar þessar upplýsingar sem fást úr þessu? Fer þetta í feita facebook gagnagrunninn sem er verið að byggja upp um okkur? Fær Geir Jón þessar upplýsingar? Verð ég kannski stoppaður á leiðinni til USA sem stórhættulegur gaur með bláa áru sem fí...

Draumur

Mynd
Mig dreymdi í fyrrinótt að ég var að hjóla á nýja hjólinu mínu. Ég var á nokkuð mikilli ferð á kindastígum og hrauni. Framunda voru þrengingar og grjót. Ég var viss um að detta en í stað þess að hægja á mér jók ég bara ferðina. Það kom mér svo í opna skjöldu að ég rann auðveldlega yfir allar hindranirnar og hélt för minni áfram. Það var einhver rosaleg mýkt og dempun í hjólinu. Ég sveif áfram á fullri ferð inn í óvissuna. It´s a sign. Prufaði aðra tilraun á nýja verkefnið mitt í gærkvöldi. Sem fyrr á ódýran þunnan skissupappír. Nú teiknaði ég ekki neitt eiginlega áður en ég byrjaði. Þannig fær maður aðeins mýkri útkomu. Ég er engu nær

Verkefni

Mynd
Skissur fyrir verkefni sem ég tók að mér

Karl sem málar konur

Mynd
Litla gatan - c. 1657 - 1661 Johannes, Jan or Johan Vermeer (Dutch: [joˈɦɑnəs jɑn vərˈmeːr]; 1632 – December 1675) var hollenskur málari. Eitt af því sem er heillandi við hann er hversu lítið er vitað um hann. Hvar hann lærði, hverjir kenndu honum eða höfðu áhrif á hann- þetta er mest allt á huldu. Vermeer málaði að mestu hversdagslega hluti og voru konur við dagleg störf í aðalhlutverkum. Yfir þeim hvílir einhver einstök ró og fegurð. Vermeer var ekki afkastamikill og eftir hann liggja ekki nema rétt um 37 verk ef mér telst rétt til. Hann skildi fjölskylduna því eftir  í skuldum þegar hann féll frá aðeins 43 ára gamall. Hann féll í gleymskunnar dá um langt skeið en seinna meir var farið að dusta rykið af verkum hans og safna saman í bók. Nú er hann ávallt talinn vera einn af hollensku meisturnum. Verkið hér að ofan heitir Litla gatan og hefur af mörgum verið lýst sem hinu dæmigerða Hollandi þess tíma. Yfir götunni er mikil ró og áhorfandann langar til að staldra þarna ...

Skálin og byrgið

Mynd
Frá rjúpnaveiðum dagsins