Tók enn eitt sjálfsprófið á netinu. Þessi sjálfspróf eru svo mikilvægur þáttur í því að finna sjálfan sig. Hvaða blóm er ég, hvernig er áran mín á litinn, hvaða rokkstjarna er ég..... who am I? Nú var það heimspekipróf. Hvaða heimspekingur er ég? Þetta eru mikilvægar upplýsingar. Stautaði mig í gegnum einhverjar spurningar og komst að því að ég er 88% Nietzsche. Ég er ekki útlesinn í heimspeki en ánægður með niðurstöðuna. Nietzsche var svalur gaur og það er einhver mystic yfir honum- geðveikin og allt það. "The most noble goal in life is to create art. To live well is to be art. If life is a dream, "I will dream on!" Tek undir hvert orð. Þegar ég var svo búinn að taka prófið komst ég ekki hjá því að hugsa hvað er gert við allar þessar upplýsingar sem fást úr þessu? Fer þetta í feita facebook gagnagrunninn sem er verið að byggja upp um okkur? Fær Geir Jón þessar upplýsingar? Verð ég kannski stoppaður á leiðinni til USA sem stórhættulegur gaur með bláa áru sem fí...