Færslur

Sýnir færslur frá ágúst, 2014

Bockaveiðar í Svíþjóð 2014

Mynd
Ég hef verið svo heppinn að fá að njóta þeirra forréttinda að veiða í Svíþjóð í allmörg ár. Ekki skemmir fyrir að veiðifélaginn í þessum ferðum hefur verið pabbi minn. Við höfum ekki verið svo mikið saman í gegnum tíðina. Það er skrítið til þess að hugsa, að ótrúlega stór hluti þess tíma sem við höfum varið saman, hefur einmitt verið á veiðum. Þeim tíma er vel varið. Á elgveiðum 2012. Þennan litla bock skaut ég á rekstrarveiðum. Hann stoppaði 80- 100 metra frá mér til að staðsetja hundinn sem var að elta hann. Ég hafði ekki langan tíma, en það var nóg. Þessar veiðar eru yfirleitt sannkallaður gæðatími. Hann hefst þegar við keyrum af stað frá Lundi og upp til Smálanda. Við kjöftum alla leiðina, drekkum kaffi og étum í sjoppum. Rifjum upp gamlar veiðiferðir. Segjum hvorum öðrum sögur sem við höfum margar heyrt áður. Eyðum svo nokkrum dögum í gömlu timburhúsi með saggalykt þar sem skánskan glymur og hundar eru jafn réttháir og menn. Borð svigna undan unnum kjötvörum. Þarna sn...

Golf

Mynd
Gamalkunnugt verkefni. Ég veit ekki hvenær ég fer að láta það gott heita af þessu myndefni. Þetta er frá golfvellinum á Króknum eins og ég hef áður sagt. Ég er ánægður með fjöllin í fjarlægðinni, sléttan sjóinn sem glitrar á í gegnum skýin og grenitréin eru ágæt. Annars eru túnin og skúrarnir á Nöfunum ekki alveg nægilega vel heppnuð.

Meiri Skánn

Mynd
Jamm ég er ánægður með þessa mynd frá Skáni. Hún er nokkurskonar hugarflug sem ég kom á blað núna eftir að ég kom heim. Fjarlægir akrar og hæðir, sem mættu reyndar vera blárri, rauðar hlöður, vindmillur og skánska millan- hinn frjósami jarðvegur sem finnst í suðurhluta Svíþjóðar- í forgrunni. Eins og ég hef oft sagt, þá er ég hrifinn af abstract landslagverkum. Verk sem standa út þegar maður gefur þeim vissa fjarlægð.  Við skiljum eitthvað eftir að gera fyrir heilann við að geta í eyðurnar. Ég hugsa að þessi endi í ramma.

Ferðalag

Mynd
Hef ekkert bloggað á ferðalaginu. Á mikið af skissum og myndum sem ég mjatla inn

Akrar og túm

Mynd
Skissur frá Skáni

R

Mynd
H

Út um gluggann

Mynd
Það er oft mikil orka í hráum skissum. Andartak líðandi stundar og hversdagsleikinn fangaður hratt án nokkurrar áreynslu. Orka eins andartaks tekin til hliðar og vistuð á pappír. Ég gæti ælt

Pæling....

Mynd
um eitthvað langsótt....

Sumarhús

Mynd
Bæti við einni frá helginni þar sem við skoðuðum lóðir í skógi

Segi ekki meir

Mynd

Skissa frá Skagafirði

Mynd

Fleiri tilraunir

Mynd
Málaði aftaná hina myndina. Færist nær því sem ég er að reyna að ná fram frá þessu sjónarhorni