Færslur

Sýnir færslur frá júlí, 2014

Groddaleg skissa

Mynd

Gunnars

Mynd
Hef verið að þvælast og lítið skissað. Gerði samt þessa þegar ég stoppaði fyrir utan Skaffó um daginn og beið eftir Guðrúnu

Plein air

Mynd
Fór út að mála. Sat reyndar í bílnum. Lenti í þoku við Hveri og flúði upp að Leirhnjúk. Myndin við hverina var reyndar máluð heima eftir ljósmynd. Hjólhýsið fræga og salernin. Sérstakt að vera þarna núna. Partýið búið. Ætli enginn verði þunnur? Myndirnar eru báðar litlar.

Útileguskissa

Mynd

Skagafjörður

Mynd
Málaði mynd frá golfvellinum á Króknum. Fannst hún hálf tómleg og tók áhættu. Bætti við skýi, skuggum og manni. Stundum borgar sig að vera kaldur. Ekki í þetta skipti.

Pekel

Mynd
Hér koma 2 skissur úr sitthvorri áttinni. Innblásnar af Ástrala sem ég dýrka. Ég ætla að færa aðra þeirra upp í stærra málverk

L O N D O N

Mynd
Sá mynd á Instragram í gær sem Ingimar frændi tók í London. Kom drullu þreyttur heim úr vinnu og ákvað að fá mér smá andlega næringur og hvíld. Skipulagði ekkert hvað ég var að fara að gera, bara byrjaði. Að mála í tuttugu mínútur getur verið á við margra tíma svefn.

Golf

Mynd
Nú eru meistaramótin í fullum gangi í golfklúbbum landsins. Nú saknar maður Króksins og GSS. Fór í golf í vikunni í annað skipti á 2 árum. Skráði mig í GM í kjölfarið og ætla að reyna að spila eitthvað í sumar. Gerði eina skissu af Hlíðarendavelli í kvöld sem æfingu fyrir smá verkefni sem ég er með í bígerð. Gróft og ekkert teiknað fyrst. Veit ekki alveg

Skóli

Mynd
Veit ekki afhverju ég var að mála þetta? Það var ekki hægt vera úti vegna rigningar og ég varð að gera eitthvað.

Hazard

Einn leikmaður Belga heitir Eden Hazard. Þetta hljómar eins og vandamál sem gæti komið upp í hópkynlífi.

Einslita æfing

Mynd

Alvaro

Mynd
Alvaro Castagnet - Stavanger Norway sketch 2014. From Alvaro´s FB page Kannski málar maður í kvöld. Skissur eins og þessi hérna fyrir ofan kveikja alltaf í manni löngun til að mála. Einfaldleikinn í fyrirrúmi, lítill myndflötur, stór pensill og unnið hratt. Þeir sem hafa unnið með vatnsliti átta sig á því hvað þarf mikla tækni og kunnáttu til að ná fram þessum áhrifum. Birtan á haffletinum sem dæmi, glitrandi yfirborðið. Mistur í lofti, sjávarangan og smá reykjarslæða frá verksmiðju. Lykt frá bakaríi og úr kaffibrennslu fylgir svo í kaupætið, gefi maður sig alveg að efninu. Kveðja, Bjarni

Skissur

Mynd
Frá vinnu í dag. Loksins einfaldar skynditeikningar. Gaman að vinna með túsk. Gullin setningar frá Steven Wright til að ljúka þessum pistli: "I woke up one morning, and all of my stuff had been stolen and replaced by exact duplicates."  

Ónefni

Mynd
Vann þessa mjög hratt án þess að vita hvert stefndi. Ágætis æfing- ætla að gera aðra með mistökin í huga