Færslur
Sýnir færslur frá júlí, 2014
Golf
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Nú eru meistaramótin í fullum gangi í golfklúbbum landsins. Nú saknar maður Króksins og GSS. Fór í golf í vikunni í annað skipti á 2 árum. Skráði mig í GM í kjölfarið og ætla að reyna að spila eitthvað í sumar. Gerði eina skissu af Hlíðarendavelli í kvöld sem æfingu fyrir smá verkefni sem ég er með í bígerð. Gróft og ekkert teiknað fyrst. Veit ekki alveg
Alvaro
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Alvaro Castagnet - Stavanger Norway sketch 2014. From Alvaro´s FB page Kannski málar maður í kvöld. Skissur eins og þessi hérna fyrir ofan kveikja alltaf í manni löngun til að mála. Einfaldleikinn í fyrirrúmi, lítill myndflötur, stór pensill og unnið hratt. Þeir sem hafa unnið með vatnsliti átta sig á því hvað þarf mikla tækni og kunnáttu til að ná fram þessum áhrifum. Birtan á haffletinum sem dæmi, glitrandi yfirborðið. Mistur í lofti, sjávarangan og smá reykjarslæða frá verksmiðju. Lykt frá bakaríi og úr kaffibrennslu fylgir svo í kaupætið, gefi maður sig alveg að efninu. Kveðja, Bjarni