Færslur
Sýnir færslur frá nóvember, 2013
85
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Það er ferskaskt að mála beint; eins og gluggamyndin frá í morgun með ôvenjugóðu birki (sú neðsta). Svona leit útsýnið út fyrir mér í morgun. Einnig er ég nokkuð ánægður með "vetrarstemninguna" á myndinni. Það er býsna snúið að ná fram trúverðugum skuggum í snjóinn og auðvelt að fara of mikið í blátt. Að sama skapi er hætt við því að myndin verði of ljós og döll- en það slapp til. Síðan er Helluvað enn eina ferðina. Nú á krotpappír. Merkilegt hvað myndin er eiginlega alveg eins og sú síðasta sem ég gerði eftir sömu mynd. Verst að nýji síminn minn dó og gæðin á myndunum úr gamla símanum drepa niður litina og svo eru þær minni.