Færslur
Sýnir færslur frá apríl, 2013
278
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Teiknaði þessa í skyndi í morgun til að redda mér. Gleymdi að teikna í gærkvöldi. Ég lít samt ekki svo á að verkefnið sé í uppnámi. Brynleifur er veikur. Hitavella, frekar ljótur hósti og hor. Það stoppar hann samt ekki í að hlaupa um allt, rífa tæta og hamast. Það er þó oftar og oftar hægt að ná honum rólegum og lesa fyrir hann. Eins og sést á myndinni lásu þau mæðgin saman í morgun áður en Guðrún fór til vinnu. Kveðja, Bjarni
297
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Hef verið að prófa nýja "tré"-vatnsliti. Maður teiknar eða litar með þeim og bleytir síðan upp í því með pennsli. Þetta er nokkuð skemmtilegt þar sem maður áttar sig ekkert á því hvernig myndin mun verða fyrr en maður bætir vatninu saman við. Þá fer allt að renna saman og maður vonar það besta. Þetta hefur samt sín takmörk, m.a varðandi litablöndun. Þetta skissuverkefni hefur fært óvænt líf hér inn á bloggið mitt. Veit samt ekki hvort ég ætti að fara að setja myndirnar inn í hærri upplausn. Þessi yfir ofan sést t.d frekar illa Kveðja, Bjarni