Færslur

Sýnir færslur frá janúar, 2013

357

Mynd
Ráðstefna í dag

358

Mynd
Beðið í vinnunni

359

Mynd
Tivoli

360

Mynd
Óveður úti. Daníel les bók

361

Mynd

362

Mynd
Þorrablót í kvöld

363

Mynd
Bóndadagsblóm

364

Mynd
24. janúar. Úr vinnunni

365 skissur

Mynd
23.01.2013 Mig dauðlangar til að reyna að gera eina skissu á dag í heilt ár. Ég þori samt ekki að byrja. Öllu heldur, er ekki alveg ákveðinn hvort ég nenni að byrja á þessu. Get samt bloggað á símanum og þetta ætti því að vera hægt. Ef þetta verður að veruleika, þá eru leikreglurnar eftirfarandi: Ein skissa á dag Má vera á hvaða pappír sem er, s.s umslög, dagblöð, klósettpappír o.s.fv. Skriffæri geta verið af öllu tagi, pennar, kol, blýantar, penslar, brunnar eldspýtur o.s.fv. Verður að vera skissa úr daglegu lífi eða af hlut eða fólki sem verður á vegi mínum. Það má ekki "mála sér í haginn", þ.e mála myndir fyrirfram. Markmiðið er að auka færni í að skissa og mála. Kveðja, Bjarni

Mývargur

Mynd
Það var á einhvern hætt notalegt að sjá mývarginn skríða á myndavélalinsunum og heyra suðið í þeim. Maður er nú samt yfirleitt ekki mikill aðdáandi þessara kvikinda. Úti var frost og funi en í Skjólbrekku sól og sumar. Kári í Garði, Ingólfur á Helluvaði, Hólmfríður á Arnavatni og fleira gott fólk gladdi hjartað með ýmsum gullkornum. Jafnvel Gvendur Hofsi var mættur. Mikið lifandi skelfing var gaman að sjá hann sprelllifandi á hvíta tjaldinu. Laxáin liðaðist niður tjaldið og árniðurinn rann saman við kvakið í blessuðum öndunum. Myndin náði nánast að fanga þá stemmningu sem felst í því að standa á vatnsbakkanum í sól og logni í byrjun sumars. Þegar flugurnar fljúga upp af vatnsfletinum í milljarða tali og hávellan syngur á Álunum. Maður sá líka svo sterkt hvaða þýðingu náttúran hefur fyrir það fólk sem hefur alist upp í henni og nærst á henni. Áin er ég og ég er áin. "The happiest man is he who learns from nature the lesson of worship" sagði Emerson. Fólk táraðist við þa...

Siðferði

Er siðferðilega rangt að geyma börn í búrum. Er einn heima með Brynleif veikan og langar rosalega til að gera eitt og annað sem þarf að koma í verk. Þetta er ekki nokkur séns. Kveðja, Bjarni

Lestur

Ég les nokkuð mikið núna. Kannski er það sjónvarpsleysið, kannski eitthvað annað? Sennilega er það sitt lítið af hverju. Sumir myndu nú sjálfsagt ráðleggja mér að leita sálfræðings. Ég er að lesa heimspeki. Kannski mætti frekar segja að ég væri að glugga í hana, rétt að klóra í yfirborðið og kíkja inn í þennan skrítna heim. Heim sem flestir tala háðslega um en þekkja sennilega minna. Stundum verður manni nánast óglatt af þessum lestri. Stundum finnur maður til vanmáttar eða upplifir sig pínu vitlausan. Ef það er þá hægt að vera bara pínu vitlaus? Helst er það þó nánast fullkomið skilningsleysi sem stendur uppúr. Stundum held ég að ég hafi hreinlega ekki nægilega mikla stærðfræði- eða rökvísigáfur til að meika lesturinn. Svo hnýtur maður um gullnar setningar sem einhvernveginn varpa ljósi og skilningi á sjálfann mann og lífið. Eitthvað sem var alltaf fyrir framan mann, en þó ósýnilegt. Eins og bakkamóískir teningar í kristíanískri kannabisvímu. Þetta heldur manni gangandi. Ég er að ...