23.01.2013 Mig dauðlangar til að reyna að gera eina skissu á dag í heilt ár. Ég þori samt ekki að byrja. Öllu heldur, er ekki alveg ákveðinn hvort ég nenni að byrja á þessu. Get samt bloggað á símanum og þetta ætti því að vera hægt. Ef þetta verður að veruleika, þá eru leikreglurnar eftirfarandi: Ein skissa á dag Má vera á hvaða pappír sem er, s.s umslög, dagblöð, klósettpappír o.s.fv. Skriffæri geta verið af öllu tagi, pennar, kol, blýantar, penslar, brunnar eldspýtur o.s.fv. Verður að vera skissa úr daglegu lífi eða af hlut eða fólki sem verður á vegi mínum. Það má ekki "mála sér í haginn", þ.e mála myndir fyrirfram. Markmiðið er að auka færni í að skissa og mála. Kveðja, Bjarni