Ósmann
Ótrúlegt hvað maður er kærulaus með myndirnar sínar. Eftir að stafræna tæknin tók völdin hefur maður enga yfirsýn yfir myndirnar sem maður tekur. Síðan dreyfast þær í ótal albúm, aukasave, margar tölvur, flakkara ofl. Var að taka myndir fyrir vinnuna og datt þá um skemmtilegar myndir sem ég tók síðasta vor á skotvellinum í Skagafirði. Skotvelli Ósmann. Þar var opinn dagur og allir máttu koma og prufa að skjóta úr rifflum, bogum, skammbyssum og haglabyssum (fór reyndar eftir aldri hvað menn fengu að prufa). Ég fór með Daníel, Brynjar og Magnús vin þeirra. Þetta var frábær skemmtun og góð kynning fyrir heilbrigt og skemmtilegt sport sem er fyrir alla. Ég bjó til vefalbúm sem sjá má hér en set líka inn smá sýnishorn. Indriði fyrrum nágranni að sýna Brynjari Daníel með spenntan bogann Magnús að fara að skjóta beint í mark Brynjar einbeittur með loftriffil Ungur nemur gamall temur Daníel kominn með 22. calibera riffil, Brno eins og glöggir skotáhugamenn geta ...