Færslur

Sýnir færslur frá ágúst, 2010

Jólafrí

Mynd
Eins og fólk hefur tekið eftir, þá hefur vantað alla tussu í þetta blogg mitt upp á síðkastið. Ég hef því ákveðið að taka mér frí fram að jólum hið minnsta. Við sjáum svo bara til hvort ég nenni að byrja á þessu aftur. Kveðja, Bjarni

Vond mál

Það eru nokkur atriði sem opinbera þá staðreynd betur en önnur, að íslenska þjóðin er í drulluvondum málum. Pólitíkin sýgur feitan skít þessa daga og þessir heilalömuðu fávitar sem vafra um þingið ættu frekar heima á einhverri annari stofnun. Það er eins og að þamba drullu með nefinu að fylgjast með þessum örvitum. Það að ekkert betra geti tekið við hryggir mann. Vinsældir Bjartmars Guðlaugssonar sýna svo ekki um verður villst að þónokkur hluti þjóðarinnar er í djúpum skít. Þetta bergrisakjaftaði og þessi nýja plata eru jafn leiðinleg og allt sem hefur komið út áður með þessum spjátrungi. Synir vinnufélaga míns lýstu honum best; "Þetta er bara einhver róni, hann er með sítt hár". Góðar stundir, Bjarni

Tvist af kjötsúpu og mikill vindur

Góða kvöldið Búið að blása mikið af norðan hérna í dag. Bölvað svínarí. Prófaði nú samt að nota ferska steinselju og hvítlauk í íslenska kjötsúpu. Madame et monsieur, bravo. Kveðja, Bjarni

Scotty doesn't know

Mynd
Ég á ekki Scotty Cameron pútter. Það er ekki vegna þess að hann kostar 50.000 krónur, heldur gengur mér djöfull illa að sannfæra Guðrúnu um að hann þyrfti að fá að sofa á milli okkar. Þó ekki væri nema að kúra aðeins á laugardagsmorgnum. Kveðja, Bjarni Þetta minnir mann reyndar á mjög gott lag úr góðri mynd:

Gæra

Mynd
Fór á gæruna í kvöld. Nei ég er ekki orðinn svona dónalegur, gæran er tónlistahátíð og Guðrún bauð mér að koma með. Allskonar bönd og nú er suð í eyra. Svavar Knútur, Jona Byron (trúbbador frá Melbourne), Múgsefjun, Myrká, eitthvað meira og allt brjálað. Toppurinn á kvöldinu var svo þegar Erpur og Sesar A gerðu allt brjálað, sulluðu bjór á fólk og öskruðu á alla að þeir væru hórur. Merkilegt hvað fólk hefur gaman að því að láta sulla á sig, allt blautt og rosa stuð. En ef ég var að segja að þetta hafi verið toppurinn þá var ég að ljúga. Kóngurinn mætti síðastur á svið. Geirmundur Fire Valtýsson óð á svið og tryllti snarbilaðan lýðinn. Byrjaði á "Nú er ég léttur" og fór svo yfir í "Vertu ekki að plata mig". Hann tók rosalegt múf, hann leit eldsnöggt upp og setti upp svona eitthvað clow- dæmi með hendinni. Þetta var eiginlega Zoolander múf og hann var heppinn að það var ekki neitt eldfimt nálægt klónni (hendinni). Á morgun er fullt af böndum líka, Dalton og eitthvað d...

Ferðalög

Mynd
Piltur og stúlka Jæja ekki fer nú mikið fyrir skriftunum hjá manni svona rétt yfir heyannirnar. Maður bara nennir eitthvað lítið að sitja við lyklaborðið og hamra steypu á vefinn. Það væri nú samt frá nokkuð mörgu að segja, enda við fjölsyldan verið víðförul síðustu misserin. En við erum ekki eingöngu búin að ferðast utanlands. Við gömlu hróin skelltum okkur í rómantískan æxlunarleiðangur í Heklubyggð um síðustu helgi og fengum bústaðinn hjá Jens frænda. Ekki að spyrja að því. Fimmtudagur 29. júlí: Guðrún kom og sótti mig í vinnuna og við keyrðum í snatri suður. Fórum í Bónus í Smiðjuhverfinu og vorum afgreidd af stelpu sem afgreiddi í ofsa. Henti vörum og gargaði tölur. Keyptum fullt af feitmeti og kolvetnum. Brunuðum í bústaðinn, kveiktum á 30 Rock og lögðumst á hliðina. Guðrún við Seljavallalaug Föstudagur 30. júlí: Vöknuðum frekar snemma og keyrðum niður á Hvolfsvöll. Fórum á Sögusetrið og skoðuðum allt frá víkinghjálmum að ritvélum og prenturum frá blessuðu Sambandinu. Ágætis skem...