Fór á gæruna í kvöld. Nei ég er ekki orðinn svona dónalegur, gæran er tónlistahátíð og Guðrún bauð mér að koma með. Allskonar bönd og nú er suð í eyra. Svavar Knútur, Jona Byron (trúbbador frá Melbourne), Múgsefjun, Myrká, eitthvað meira og allt brjálað. Toppurinn á kvöldinu var svo þegar Erpur og Sesar A gerðu allt brjálað, sulluðu bjór á fólk og öskruðu á alla að þeir væru hórur. Merkilegt hvað fólk hefur gaman að því að láta sulla á sig, allt blautt og rosa stuð. En ef ég var að segja að þetta hafi verið toppurinn þá var ég að ljúga. Kóngurinn mætti síðastur á svið. Geirmundur Fire Valtýsson óð á svið og tryllti snarbilaðan lýðinn. Byrjaði á "Nú er ég léttur" og fór svo yfir í "Vertu ekki að plata mig". Hann tók rosalegt múf, hann leit eldsnöggt upp og setti upp svona eitthvað clow- dæmi með hendinni. Þetta var eiginlega Zoolander múf og hann var heppinn að það var ekki neitt eldfimt nálægt klónni (hendinni). Á morgun er fullt af böndum líka, Dalton og eitthvað d...