Gleðileg Jól
Þar sem ég á ábyggilega ekki eftir að nenna að blogga fyrir jólin þá bara dríf ég í að senda mínar hlýjustu og bestu jólakveðjur til vina og vandamanna. Munið gullin mín að ég elksa ykkur öll og hafið það gott um jólin. Passið ykkur á hálkunni í skammdeginu og munið að taka lýsi. Set hér inn eina mynd sem á að sýna hvað er orðið ótrúlega jólalegt hérna hjá okkur. Gleðileg jól, Bjarni