Færslur

Sýnir færslur frá desember, 2009

Gleðileg Jól

Mynd
Þar sem ég á ábyggilega ekki eftir að nenna að blogga fyrir jólin þá bara dríf ég í að senda mínar hlýjustu og bestu jólakveðjur til vina og vandamanna. Munið gullin mín að ég elksa ykkur öll og hafið það gott um jólin. Passið ykkur á hálkunni í skammdeginu og munið að taka lýsi. Set hér inn eina mynd sem á að sýna hvað er orðið ótrúlega jólalegt hérna hjá okkur. Gleðileg jól, Bjarni

Aldrei of varlega farið

Mynd
Vinnan sem ég inni af hendi dags daglega hjá BioPol er ekki með öllu hættulaus. Sjóferðir, sýnatökur og aðrir rannsóknarleiðangrar, svo ekki sé minnst á nálægðina við lifandi ófreskjur eins og seli, grásleppur, eitraða þörunga og óútreiknanlega rauðmaga er eitthvað sem enginn fer út í ótilneyddur. Það er daglegt brauð hjá okkur að leggja líf okkar að veði til að safna gögnum og stunda rannsóknir í þágu íslensku þjóðarinnar. Það eina sem við biðjum um er að koma ávallt að landi og fá að eyða jólunum í faðmi fjölskyldunnar. Myndin er tekin af mér við skyldustörf nú í desember. Kveðja, Bjarni

Áfall

Ég er ekki til stórræðanna enda fékk ég afsteypu af Skútustaðakirkju í andlitið. Kveðja, Bjarni

Jólasveinasöngvar

Í gærkvöldi söng yngri snáðinn fyrir okkur jólalag sem hljóðaði svona: Jólasveinar ganga um gólf með geislasverð í hendi, móðir þeirra sópar gólf og flengir þá með vendi. UPPÁ STÓL STENDUR HÚN AMMA! MEÐ 10 TYPPI Í TÖSKUNNI OG 10 MILLI TÁNNA! Við vissum ekki alveg hvernig ætti að bregðast við þessum undarlega texta og áttum nokkuð erfitt með okkur. Í kjölfarið flutti sá eldri frumsamið lag um trúð og var viðlagið svona: I´m gay I´m gay I´m gay..... Þykir mér þetta benda til þess að mikið verði sungið á heimilinu um jólin og ætla ég að bregðast við því með því að semja nokkra góða jólatexta við þekkt lög. Birti kannski eitthvað af því við tækifæri. Kveðja, Bjarni

Tveir ólíkir draumar

Í nótt höfðum við skötuhjú ógurlegar draumfarir og beið maður spenntur eftir því hvað þetta hefði nú í för með sér. Dagur er nú að kvöldi kominn og ekkert hefur svo sem markvert gerst en svona voru draumfarirnar: Guðrún: Hana dreymdi að við vorum að labba inn að Reykjum í Hjaltadal og vorum að ýta á undan okkur þungu fargi, ekki ólíku snjóþjotu. Á Reykjum átum við vöfflur í miklum halla með Dorrit Mússajeff og Ólafi Ragnari Grímssyni. Það kom Guðrúnu mjög á óvart hversu auðvelt við hin áttum með að snæða vöfflur í svona miklum halla, hátt uppi í hlíð. Guðrún er nefnilega lofthrædd. Bjarni: Ég var að keyra upp Þverárfjallið á lyftara. Þegar ég er kominn upp í miðja brekku mæti ég Halla á fiskmarkaðnum og lætur hann illa af færðinni upp á fjalli. Hann er klæddur í búning sem er ekki ólíkur flotgalla en á að þola mikinn hita og er sjálfur að aka á lyftara. Halli tjáir mér að ekki sé óhætt að keyra þarna uppfrá á lyftara þar sem einhverir hverir séu farnir að breiða úr sér inn á veginn. Ha...

Húsbrot og illur frágangur

Mynd
Ég vildi bara setja þetta hér inn sem óútfyllta ávísun fyrir tilvonandi eigin klaufaskap og slóðahátt. Gott að eiga eitthvað inni: Sönnunargagn COI-M243. Laukur og pepperoni á borðinu. Hin ákærða, Guðrún Brynleifsdóttir neitar allri sök Sönnunargagn COI-M244. Bretti og skítugur diskur í vaskinum. Hin ákærða, Guðrún Brynleifsdóttir neitar allri sök Annars er ég við hesta-geðheilsu eins og sést á síðustu myndinni. Góðar stundir, Bjarni