Færslur

Sýnir færslur frá maí, 2007

Helvítis della

Eins og vinir mínir vita sjálfsagt þá á ég til að ná mér í heiftarlega dellu við og við. Þannig hef ég fengið brennandi áhuga á skotveiðum (það breytist ekki), sökkt mér í heima fluguveiði eitt sumar, æft haglabyssuskotfimi, setið hnífanámskeið, fengið glímudellu, sjúkan áhuga á körfubolta, áhuga á fjarstýrðum bensínbílum, áhuga á líkamsrækt og eflaust mætti tína eitthvað fleira til. Oft geri ég þetta af þvílíkum krafti að ég get vart á mér heilum tekið svo dögum eða mánuðum skiptir. Oft renna þessar dellur þó út í sandinn, mishratt og árangur ekki alltaf til að hrópa húrra fyrir. Ég hef ekki spilað golf í mörg ár en þegar líða tók á vorið fóru að kvikna annarlegar kenndir. Eitt leiddi af öðru og svo ég geri langa sögu stutta þá þarf ég að éta hafragraut 2 daga í viðbót þ.e fram að mánaðarmótum. Golfsettið var reyndar ekki dýrt og kostaði mig 16000 kall í Hagkaup, alveg prýðilega huggulegt Wilson x-31 fyrir þá sem hafa áhuga. Einnig er ég með þvílíkri nákvæmni farinn að staðsetja golfv...

Fugl dagsins.

Mynd
Fugl dagsins er smyrill. Þessi skemmtilegi farfugl og vorboði gleður ævinlega landann á þessum árstíma. Ekki er þó öllum vel við hann þegar hann hefur gert sér hreiður í þakskeggjum húsa með tilheyrandi flóafaraldri. Fyrir mér er hann þó fugla fallegastur og ekki geta menn deilt um að þarna fer einhver harðgerðasti vaðfugl sem fyrir finnst. Margar þjóðsögur eru til um smyrilinn og er sjálfsagt þekktust sagan þegar hann plataði Sæmund í Selnum uppi á fjósbitanum.

Góðan dag

Mynd
Jæja nú er maður mættur í ruglið og búinn að koma sér upp svona síðu. Hér getur fjölskylda mín komið inn og fengið fréttir af mér þegar ég verð í Noregi, enda ólíklegt að ég eigi eftir að nenna að tala við þau í síma. Hef ekkert að segja núna en set þetta inn til að sjá hvernig þetta lúkkar á síðunni minni. Kveðja, Bjarni Ps. Varð að prófa að setja inn einhverja mynd líka. Myndin er af Ragnari vini mínum og náði ég henni þar sem hann var að þrífa sameignina. Þetta er verðmætara heldur en að ná mynd af keldusvíni drepa fálka.