Helvítis della
Eins og vinir mínir vita sjálfsagt þá á ég til að ná mér í heiftarlega dellu við og við. Þannig hef ég fengið brennandi áhuga á skotveiðum (það breytist ekki), sökkt mér í heima fluguveiði eitt sumar, æft haglabyssuskotfimi, setið hnífanámskeið, fengið glímudellu, sjúkan áhuga á körfubolta, áhuga á fjarstýrðum bensínbílum, áhuga á líkamsrækt og eflaust mætti tína eitthvað fleira til. Oft geri ég þetta af þvílíkum krafti að ég get vart á mér heilum tekið svo dögum eða mánuðum skiptir. Oft renna þessar dellur þó út í sandinn, mishratt og árangur ekki alltaf til að hrópa húrra fyrir. Ég hef ekki spilað golf í mörg ár en þegar líða tók á vorið fóru að kvikna annarlegar kenndir. Eitt leiddi af öðru og svo ég geri langa sögu stutta þá þarf ég að éta hafragraut 2 daga í viðbót þ.e fram að mánaðarmótum. Golfsettið var reyndar ekki dýrt og kostaði mig 16000 kall í Hagkaup, alveg prýðilega huggulegt Wilson x-31 fyrir þá sem hafa áhuga. Einnig er ég með þvílíkri nákvæmni farinn að staðsetja golfv...