Stress
Við tökum ekki endalaust við. Ég hef verið að átta mig á því að líkaminn hefur sín mörk. Þegar álag safnast upp, jafnvel hægt og rólega, þá kemur punktur þar sem fer að flæða yfir. Fyrir mig hefur þetta verið áminning um að hægja á mér, forgangsraða og sleppa kröfunni um að allt sé fullkomið. Ég er að læra að minna getur líka verið nóg. Yfir jólin reyni ég því að halda hlutunum einföldum og eyða orkunni þar sem hún skiptir mestu máli.