Færslur

Sýnir færslur frá desember, 2025

Stress

Mynd
Við tökum ekki endalaust við. Ég hef verið að átta mig á því að líkaminn hefur sín mörk. Þegar álag safnast upp, jafnvel hægt og rólega, þá kemur punktur þar sem fer að flæða yfir. Fyrir mig hefur þetta verið áminning um að hægja á mér, forgangsraða og sleppa kröfunni um að allt sé fullkomið. Ég er að læra að minna getur líka verið nóg. Yfir jólin reyni ég því að halda hlutunum einföldum og eyða orkunni þar sem hún skiptir mestu máli.

Dagbók

Var í vinnu til kl. 15 og fór þá í ræktina. Svo fór ég í föndurbúð að versla fyrir dóttir mína og svo í Nettó að kaupa í matinn. Gekk aðeins frá heima þangað til að ég sótti stelpurnar í fimleika. Þaðan fórum við til mömmu hennar að sækja eitthvað dót fyrir "Lundó got talent" sem verður á morgun. Svo skutluðum við vinkonu hennar heim og fórum svo heim til okkar. Þá hjólaði ég í einn og hálfan tíma og notaði tímann og var að skipuleggja að strákurinn var að fara að gista í skólanum- ganga frá pizza kaupum og eitthvað. Eftir að ég var búinn að hjóla tók ég hann til og keyrði með dótið í skólann. Eftir það þurfti ég aftur að fara í búð og svo eldaði ég mat á meðan ég tók vinnusímtal. Núna var ég að klára að borða (20:06) og er að horfa á fréttir. Næst er að fara í bað og svo ganga frá og hjálpa stelpunni að klára búning fyrir hæfileikakeppnina. Síðan næ ég kannski aðeins að horfa á eitthvað skemmtilegt.