Færslur

Sýnir færslur frá desember, 2018

Skórinn

Mynd
Hef eitthvað verið að reyna að mála síðustu daga og það hafa komið smá glætur inn á milli. Var ekki alveg að kaupa þessa mynd af Brekku til að byrja með en er að taka hana meira í sátt. Veit ekki hvað ég geri við hana en hún endar sjálfsagt allavega ekki á sýningunni. Stekkjastaur kom í nótt og ég lifði gleðina í gegnum Dagbjörtu Lóu sem fékk töfrasprota, eyrnalokka og súkkulaði. Þetta var lítilfjörlegt plastdót en gleðin var svo fölskvalaus að maður hefði getað tárast. Brynleifur liggur heima í hlaupabólu og var sofandi þegar ég fór. Ég þurfti svo aðeins að kíkja heim aftur og þá var hann vaknaður og alsæll með eitt súkkulaði og eitthvað lítið plastdót. Þetta er frábær árstími. Það sem veldur mér hinsvegar smá hugarangri er hvað þessir jólasveinar eru miklir umhverfissóðar, dreifandi plasti út um allar koppagrundir. Þeir verða að fara að taka sig á. Kveðja, Bjarni

Erfiðleikar

Hef verið í lægð upp á síðkastið og því hvorki haft kraft til að skrifa né mála. Það er nóg fyrir mig að halda heimilinu gangandi, vinna (sem er líka nauðsynlegt til að halda geðheilsunni) og fara í ræktina. Þó ég sé að fara í gegnum erfiðan tíma núna þá óttast ég það ekki og veit að það vorar brátt. Ég óttast ekki að ég sé að fara að krassa í vinnunni, ég óttast ekki að ég sé að fara að leggjast í bælið. Ég óttast ekki neitt. Ég veit hvert ég stefni og ég veit hvað ég vil. Það hef ég ekki alltaf vitað. En fyrstu skrefin eru þyrnum stráð. Vonandi hendi ég hér inn mynd fljótlega eða skrifa eitthvða sem gæti talist líflegt. En þangað til gætu færslur orðið stopular.