Meira um ferðir
www.bicycletouringpro.com Til að átta mig betur á hvernig ég þyrfti að græja mig fyrir viku hjólreiðatúr í Svíþjóð að sumri (ef af verður) hef ég verið að grúska aðeins og gerði smá lista. Eitthvað af þessu eigum við nú þegar heima, annað þyrfti maður að kaupa og sumt er hægt að fá lánað. Það dýrasta af þessu (utan við hjólið) sem ég á ekki í mínum fórum eru töskurnar, en ég myndi skoða að kaupa Ortileb töskur . Hjól Pedalar (flatir eða SPD- ekki ákveðinn) Afturgrind Framgrind Bretti framan og aftan Töskur aftan Töskur framan Stýristaska Standari Hjólalás Flöskuhaldari x2 Vatnsflöskur x2 Ljós framan og aftan Hjólatölva Pumpa Multitool og skiptilykill Auka skrúfur fyrir bretti, burðargrindur og vatnsflöskur Bætur og tire levers Auka slanga Tjald Dýna (upplásin motta) Svefnpoki Prímus og lítinn kút Pottur og panna Vasahnífur Gaffall og skeið Hjálmur Hjólabuxur x2 Langerma þunna treyju x2 Stuttermaboli x3 Buxur Stuttbuxur Regnjakki Flíspeysa Dúnjak...