Færslur

Sýnir færslur frá ágúst, 2018

Meira um ferðir

Mynd
www.bicycletouringpro.com Til að átta mig betur á hvernig ég þyrfti að græja mig fyrir viku hjólreiðatúr í Svíþjóð að sumri (ef af verður) hef ég verið að grúska aðeins og gerði smá lista. Eitthvað af þessu eigum við nú þegar heima, annað þyrfti maður að kaupa og sumt er hægt að fá lánað. Það dýrasta af þessu (utan við hjólið) sem ég á ekki í mínum fórum eru töskurnar, en ég myndi skoða að kaupa Ortileb töskur . Hjól Pedalar (flatir eða SPD- ekki ákveðinn) Afturgrind Framgrind Bretti framan og aftan Töskur aftan Töskur framan Stýristaska Standari Hjólalás Flöskuhaldari x2 Vatnsflöskur x2 Ljós framan og aftan Hjólatölva Pumpa Multitool og skiptilykill Auka skrúfur fyrir bretti, burðargrindur og vatnsflöskur Bætur og tire levers Auka slanga Tjald Dýna (upplásin motta) Svefnpoki Prímus og lítinn kút Pottur og panna Vasahnífur Gaffall og skeið Hjálmur Hjólabuxur x2 Langerma þunna treyju x2 Stuttermaboli x3 Buxur Stuttbuxur Regnjakki Flíspeysa Dúnjak...

Adventur Flat White

Mynd
Hnaut um þetta budget ferðahjól í einhverju grúski á netinu. Þetta er Adventure Flat White ferðahjól með stelli úr stáli og er með skemmtilegt retro lúkk. Stellið á víst að vera ágætt en bremsur og gírar eru ekki á háu leveli. Hjólið er smíðað í Bretlandi og er reyndar á fáránlega góðu verði- ca. 60 þúsund kall þar á bæ. Ég er að skoða hvort ég eigi að kaupa það og nota það í vetur og setja tvær pannier töskur að aftan, ljós og nagladekk. Ég gæti svo notað það í eina vikulanga hjólaferð og svo fjárfest í dýrara ferðahjóli ef þetta er eitthvað sem ég fíla. Annar möguleiki væri að kaupa hjólið og uppfæra það svo. Kaupa gjarðir, gíra og nýjar bremsur. Skipta stýrinu út osfv. Slíkt gæti sennilega verið svolítið skemmtilegt en sennileg borgar sig frekar að kaupa bara betur búið hjól í staðinn fyrir að eyða peningum í varahluti. Ég ætla fljótlega að fara að gera lista yfir hlutina sem mig vantar fyrir gott ferðalag og set hann hérna inn á bloggið. Kveðja, Bjarni

Ferðahjól

Mynd
Gaman að sjá að pósturinn minn um hjólin hleypti lífi í bloggið og heimsóknum hefur fjölgað töluvert aftur. Ég er búinn að vera að melta þessi mál betur og farinn að hallast að því að í staðinn fyrir að byrja á racer ætti ég frekar að fá mér "vetrarhjól", einhverskonar cyclocross og touring hjól sem gæti haldið mér í formi yfir vetrarmánuðina, en sem ég gæti líka ferðast á næsta sumar. Þannig hjól þjónar einnig sem samgöngutæki innanbæjar og til að versla. Varla hægt að slá fleiri flugur í einu höggi. Mig langar líka að prufa að taka einn lengri túr, helst í Svíþjóð og er að skoða Malmö til Stokkhólms sumarið 2019. Það gerir um 700 km. Ef ég fer út í þá sálma hugsa ég að ég leyfi fólki að fylgjast með hvað ég kaupi og hvernig ég græja mig. Ef ég hefði gott budget færi ég sennilega í Trek 520 (sjá að neðan). Það hjóla er tímalaust og gæti endst mér það sem eftir er liggur við. Meira síðar.

Hjólapælingar til gamans

Mynd
Ég seldi fjallahjólið mitt í vor. Þegar leið á sumarið mundi ég afhverju ég hafði ákveðið að selja aldrei aftur hjól (nema þá að kaupa nýtt í staðinn). Ég hafði nefnilega lent í nákvæmlega því sama þegar ég seldi götuhjólið mitt 2013, en var greinilega eitthvað farinn að gleyma því hvað það var mikið rugl. En til að slá á verstu fráhvörfin  hef ég verið að notast við allt of lítinn konu-racer sem Sigga mágkona mín á. Hann heldur mér eitthvað við efnið en ég hef ákveðið að kaupa mér hjól aftur- sem fyrst. Ekki bara eitt hjól, ekki tvö, ekki þrjú.... heldur mörg. En það mun þó taka einhvern tíma. Fyrir þá sem ekki hafa fengið hjólabakteríuna er kannski erfitt að skilja afhverju maður getur ekki bara keypt sér eitt hjól? Jú jú það er til fólk sem hefur gaman að því að spila mini golf og hefur ekki endilega löngun til að spila alvöru golf, en ef þú ætlar að spila GOLF, þá þarftu 14 kylfur, ekki bara eina. Þetta er svolítið svipað með hjólin. Þú notar t.d. ekki alveg eins hjól við að ...