Meira um sjálfið
Gott, vont, hamingja, óhamingja.... rigning og þurrkur. Andstæður sem geta ekki án hvor annarar verið. Til þess að ég upplifi hamingju (sem er í sjálfum sér ekkert markmið sem slíkt) þarf ég að dragnast í gegnum einhverja óhamingju og erfiðleika. Þar eru tækifæri fyrir uppljómun. Í mínu bataferli síðustu mánuði hef ég verið að lesa ýmisslegt, hlusta á "podköst" og horfa á fyrirlestra á youtube. Það virðist ekki vera hægt að fara í að vinna með sjálfan sig í dag öðruvísi en að rekast á eitthvað um núvitund. Núvitund.... hvað er það? Eitthvað sem ég lokaði augunum fyrir vegna þess að mér fannst þetta ofnotað tískuorð... sem það er að vissu leiti. Það áhugaverðasta í þessum núvitundarpælingum fyrir mig hefur sennilega verið pælingarnar um sjálfið sem blekkingu og kannski í raun orsök allrar okkar óhamingju. Ég ætla ekki að fara djúpt í þetta hér en langar að birta brot úr bókinni Mátturinn í núinu eftir Eckhart Tolle sem opnaði augu mín ennþá betur fyrir þessu. Ef einhve...