Færslur

Sýnir færslur frá apríl, 2014

Bleyta

Mynd
Hversdagsleikinn er áhugaverðari á pappír- stundum allavega. Þetta var frjálslegur gjerningur með sálarangist

Smá útihúsatilraun

Mynd
Hér í sveit en staðfært

foss

Margrét Blöndal og Felix Bergsson eru mjög iðin við að búa til lista yfir alla skapaða hluti. Þetta er á pervertísku stigi. Fossar, dalir, fuglategundir og blóm. Allt skal sett á lista yfir verst eða best. Fólk hringir og sendir tölvupósta til að greiða atkvæði. Hlustar svo spennt hvort sinn foss hafi unnið.

Göngutúr í gær

Mynd
Skissubókin var með

Út um glugga.

Mynd
Þessi er betri life . Skissan var vel heppnuð. Sérstaklega Patrolinn

Blóm og árur

Mér er búið að líða svo illa. Ég hef verið svo óöruggur og ekki verið að finna mig. Síðan rakst ég á 2 próf á Facebook sem breyttu lífi mínu. Ég komst að því að ég er orkídea með gull-áru. Mér líður svo vel núna.

Skissa úr braggabók

Mynd
Maður ætti bara að skissa. Þetta verður ekki jafn þvingað og þegar maður ætlar að gera listaverk. Tímdi ekki að mála þessu, veit ekki afhverju?
Mynd
Ég gleymdi ekki r-inu í lokaútgáfunni Ég hef verið á bömmer yfir að sinna ekki síðunni minni. Svona er lífið, það kemur í skorpum en inn á milli sullum við í meðalmennskunni. Henti hérna inn smá teikningum sem ég gerði um daginn. Þetta er hugmyndavinna af lógói sem ég vann fyrir Píslargönguna 2014. Ég vann vinstri hugmyndina lengra og endaði með hana í Adobe Illustrator og hún mun, í örlítið breyttri mynd, prýða barmmerki. Ég hef mikla ánægju af því að sinna svona skapandi verkefnum. Ég man samt þegar maður var ungur og áttavilltur drengur að reyna að feta sig áfram í skólakerfinu. Maður varð fyrir gríðarlegum utanaðkomandi þrýstingi að velja sér bara eitthvað til að læra. Bara svo lengi sem það væri ekki eitthvað tengt listum eða sköpun. Ég tæki aðrar ákvarðanir í dag. Ég hef verið að spá í að flytja bloggið yfir á WordPress. Hef verið að vinna aðeins í heimasíðu gjallandi.is og crater.is . Finnst gaman að nota þetta WP system, þó það sé aðeins meira umstang miðað við Blogge...

WP

Þeir bættu sífellt meiri sandi í blönduna á kostnað sements. Það gekk vel til að byrja með og sparnaður var með besta móti. Þannig gátu þeir fjármagnað þægilegt líf. Það kom þó að því að húsið hrundi. Þeir skriðu út úr rústunum og pöntuðu meiri sand.