Ég gleymdi ekki r-inu í lokaútgáfunni Ég hef verið á bömmer yfir að sinna ekki síðunni minni. Svona er lífið, það kemur í skorpum en inn á milli sullum við í meðalmennskunni. Henti hérna inn smá teikningum sem ég gerði um daginn. Þetta er hugmyndavinna af lógói sem ég vann fyrir Píslargönguna 2014. Ég vann vinstri hugmyndina lengra og endaði með hana í Adobe Illustrator og hún mun, í örlítið breyttri mynd, prýða barmmerki. Ég hef mikla ánægju af því að sinna svona skapandi verkefnum. Ég man samt þegar maður var ungur og áttavilltur drengur að reyna að feta sig áfram í skólakerfinu. Maður varð fyrir gríðarlegum utanaðkomandi þrýstingi að velja sér bara eitthvað til að læra. Bara svo lengi sem það væri ekki eitthvað tengt listum eða sköpun. Ég tæki aðrar ákvarðanir í dag. Ég hef verið að spá í að flytja bloggið yfir á WordPress. Hef verið að vinna aðeins í heimasíðu gjallandi.is og crater.is . Finnst gaman að nota þetta WP system, þó það sé aðeins meira umstang miðað við Blogge...