Það er langt síðan ég hef tjáð mig hér í orðum, bara strik og klessur. Einhvern veginn er alveg nóg að mála bara eða teikna, maður hefur ekki tíma í meira. Annars væri ég alveg til í að skrifa bara og mála allan daginn núna. Það er einhver sköpunarþörf að brjótast út í mér á gamals aldri. Hún hefur kannski alltaf verið til staðar, bara verið bæld og brotist út í einhverju rugli. Hljómar kannski eins og einhver klisja. Klukkutími til tveir í Gamla fjósinu með pensil, olíulampa, kaffi og Rás 1 jarðtengja mig. Í vinnu minni síðustu ár, í hinum oft ferkanntaða vísindaheimi, braust þessi þörf út í að skapa rannsóknarverkefni. Verkefni sem ég hafði svo hvorki orku né eirð í mér til að fylgja eftir og klára. Fyrir mér var ánægjan fólgin í að fá hugmyndina, teikna hana upp og skapa verkefnið, ekki ósvipað og að mála mynd eða skrifa blogg. Reyndar hafði ég líka mikla ánægju af samskiptum við fólk í tengslum við öll þessi verkefni. Í vinnu minni sem forstöðumaður ÍMS fæ ég meir...