Gróandi
Það er hlaupið vor í pung og fuglar syngja á kvistum. Fór upp á golfvöll áðan og þrátt fyrir að enn megi sjá gráma í sverði, þá var allt í fullum gangi. Menn á sláttuvélum alveg frávita af gleði og gamlar konur með skyggni og blik í auga. Spilaði ágætlega á köflum, þ.e þegar ég náði að slaka á endaþarmnum og láta draslið flæða. Ætla upp í Mývó um helgina að sprikla í maraþoni og fara í fjárhúsin. Hef á tilfinningunni að það sé enn vetrarlegt þar á bæ en hvað með það? Hef verið að velta fyrir mér hversu ótrúlega lík þau eru; Ólafur Ragnar Grímsson og Grímsvötn. Gríms-sóda-vötn, eins og ég kalla þau gjarnan eða hef aldrei gert. Allir taka eftir líkindum í nafninu, en það er ekki allt. Þetta eru fyrirbæri sem geta haft alveg gríðarleg áhrif á líf fólks út um alla Evrópu detti þeim það í hug að opna á sér kjaftinn. Kannski verður hlustað á mig einn daginn? Kveðja, Bjarni