Færslur

Sýnir færslur frá maí, 2011

Gróandi

Það er hlaupið vor í pung og fuglar syngja á kvistum. Fór upp á golfvöll áðan og þrátt fyrir að enn megi sjá gráma í sverði, þá var allt í fullum gangi. Menn á sláttuvélum alveg frávita af gleði og gamlar konur með skyggni og blik í auga. Spilaði ágætlega á köflum, þ.e þegar ég náði að slaka á endaþarmnum og láta draslið flæða. Ætla upp í Mývó um helgina að sprikla í maraþoni og fara í fjárhúsin. Hef á tilfinningunni að það sé enn vetrarlegt þar á bæ en hvað með það? Hef verið að velta fyrir mér hversu ótrúlega lík þau eru; Ólafur Ragnar Grímsson og Grímsvötn. Gríms-sóda-vötn, eins og ég kalla þau gjarnan eða hef aldrei gert. Allir taka eftir líkindum í nafninu, en það er ekki allt. Þetta eru fyrirbæri sem geta haft alveg gríðarleg áhrif á líf fólks út um alla Evrópu detti þeim það í hug að opna á sér kjaftinn. Kannski verður hlustað á mig einn daginn? Kveðja, Bjarni

Útlegð

Við karlpeningurinn vorum settir í útlegð í gær þar sem var lufsugleði á heimilinu, saumaklúbbbur. Við byrjuðum á því að fara á 2 klst. golfæfingu með nýja golfkennaranum á Króknum sem heitir Gwyn Richard Hughes sem er Walesverji í húð og hár. Mér líst mjög vel á þennan kappa en Brynjar var nú ekki alveg að meika þetta, m.a vegna kulda og roks. Ég sagði honum að við þyrftum að vera þarna þar til golfæfingin væri búin. Þá sagði hann "Er þetta golfæfing, en það er ennþá vetur". Kannski nokkuð til í því. Eftir æfinguna var brunað á N1 og skóflað í sig subbumeti og svo farið í sveitina í kaffi til ömmu og afa. Ekki slæmt það. Kveðja, Bjarni

Þetta er allt í kaffinu

Hversu margir karlmenn mundu fara að safna afrifum af kaffipökkum til að eiga það á hættu að lenda í því að þurfa að fara með lesbískri tískulöggu í búðaráp í heilan dag?

Sögulegur misskilnigur

Daníel sagði áðan: "Ég vorkenni svo Hitler. Það kom allt í einu eitthvað fyrir hjartað í honum, hann varð allt í einu vondur og útrýmdi öllum munkunum". Kveðja, Bjarni

Hlaup og hlaup

Mynd
Var að sjá það á Garmin síðunni minni að ég er búinn að skottast 157 km á síðustu 30 dögum. Það gera 5,2 km á dag sem er nú yfir...hmmmm.... væntingum? Veit ekki hvort að væntingar séu rétta orðið þar sem ég ætlaði mér aldrei neitt sérstakt með þessu og veit ekki en hvert ég stefni. Jens frændi gaf mér reyndar bók um helgina sem gæti hjálað mér að átta mig á því. Ég er búinn að fara 524 km frá 26. desember 2010 þegar ég tók úrið mitt í notkun. Inn á hlaup.com sé ég svo að ég er búinn að fara 620 km síðan 23. nóvember. Það gera 3,8 km/dag sem er líka langt yfir því sem ég hefði "vænst". Sérstaklega þar sem inn í þessu eru smá meiðsl, ferðalög og annað slíkt. Gaman að halda svona utanum þetta og reyndar nauðsynlegt. Svo verð ég að koma út úr skápnum með að ég er búinn að festa kaup á brúsabelti. Þetta smámsaman versnar. Í dag er miðvikudagur. Sjónvarpslaus miðvikudagur. Þar sem ég er orðinn svo gamall og leiðinlegur ákvað ég að við skyldum ekki kveikja á imbanum á þessum dögum....

Bjössi Bin

Þeir hljóta að kætast á Reðursafninu að fá loksins liminn af honum Bin Laden eftir að hann var skotinn þarna norður í Hælavík