TM
Byrjaði að tryggja bílinn minn hjá Tryggingamiðstöðinni 2006. Þá skipti ég yfir frá Verði þar sem mér gekk illa að fá bættan gamla Subaruinn minn þar á bæ. Kaskó kostaði 81 þús ef ég man rétt. Þeir eru búnir að hækka þetta upp í 160 þús í nokkrum skrefum án þess þó að hafa nokkurntíman haft samban við mann. Síðan neyða þeir mann til að borga þetta í heilt ár ef maður gleymir að segja þessu upp einum mánuði áður en þeir senda manni greiðsluseðil. Það er stæk skítafýla af þessu........ Kveðja, Bjarni