Færslur

Sýnir færslur frá mars, 2011

TM

Byrjaði að tryggja bílinn minn hjá Tryggingamiðstöðinni 2006. Þá skipti ég yfir frá Verði þar sem mér gekk illa að fá bættan gamla Subaruinn minn þar á bæ. Kaskó kostaði 81 þús ef ég man rétt. Þeir eru búnir að hækka þetta upp í 160 þús í nokkrum skrefum án þess þó að hafa nokkurntíman haft samban við mann. Síðan neyða þeir mann til að borga þetta í heilt ár ef maður gleymir að segja þessu upp einum mánuði áður en þeir senda manni greiðsluseðil. Það er stæk skítafýla af þessu........ Kveðja, Bjarni

BioPol ehf. skrifar undir samning við Jellett Ltd. í Kanada. | Biopol

BioPol ehf. skrifar undir samning við Jellett Ltd. í Kanada. | Biopol Er búinn að vera að stússast í nýrri heimasíðu fyrir vinnuna. Bara að prófa hvernig þetta blogger dót virkar með henni?
Þetta er bara venjulegur fimmtudagur. Ég byrjaði á því að þvo á mér hárið upp úr kúahlandi. Fæðing barns er eitthvað það fallegasta og yndislegasta sem hægt er að hugsa sér. Þetta er eins og að sjá hest skíta hjólbörum.

Bylgjan

Hlusta stundum á Bylgjuna á morgnana þar sem ég næ ekki annari stöð hluta af leiðinni í vinnuna. Þátturinn fer yfirleitt þannig fram að Kolla og Heimir fá til sín fólk sem hatar ríkisstjórnina frekar- til mjög mikið. Seinnipartinn, þegar Þorgeir "ég fer í fríið" Ástvaldson og félagar taka við, hringir svo inn brjálað fólk sem er búið að gleyma því hvernig ballið byrjaði og finnst þrifin ganga hægt fyrir sig. Fólk sem vill ekki borga skatta og skilur ekki að það sé verið að skera niður. Spurning hvað það kaus á sínum tíma? Ég man þegar verið var að spá því árið 2008 að súpueldhús ættu eftir að rísa um allt land til að seðja hungur landans, svo djúp yrði kreppan. Og hvað svo? Nýjasta útspil Bylgjumanna er að að gefa forstjóra N1s drottningarviðtöl ca. einu sinni viku þar sem hann útskýriri hvernig N1 rétt nær að skrimta á þessum litlu álögum sem þeir leggja á bensín en kenna ríkisstjórninni alfarið um hátt olíuverð. Viðtalið á yfirleitt að þjóna þeim tilgangi að fræða sauðheims...