Lucky
Það eru allir eitthvað svo voðalega reiðir og ringlaðir þessa dagana. Jóhanna öskrar á helvítis íhaldið og helvítis íhaldið drullar yfir Jóhönnu. Fréttir af konum sem éta börnin sín, körlum sem nauðga, eitruðum barnamat, dauðum dýrum og framhjáhaldi er dælt inn á miðla eins og DV og fólk keppist við að segja sína skoðun með hjálp face book. Yfirleitt eru þær skoðanir eitthvað í átt við að læsa alla inni og henda lyklunum, drepa einhvern útrásagosa og flytja til útlanda. Best að vera mjög reiður og já endilega þyngja allar refsingar. Svo kom blessað stjórnlagaþingsævintýrið. Það vantar nýja nefnd á Íslandi. Þetta er nefnd sem er æðri Hæstarétti og Alþingi. Nefndin á að heita „Halla sér aftur, fá sér Lucky Strike og slappa af nefnd ríkisins“. Hvernig á svo nefndin að starfa? Jú sem dæmi; eftir úrskurð hæstaréttar þá væri nefndinni falið að fjalla um málið. Fimm einstaklingar sem skipa nefndina hittast, kveikja sér í Lucky Strike, halla sér aftur í stólnum og einhver segir: „Er þetta ek...