Hún er skrítin mannskepnan.

Við stritum og puðum allan liðlangan daginn til að kaupa eitthvað helvítis drasl og borga af bílum, húsnæði, kaupa fín föt og rándýran, en á sama tíma mjög óhollan mat. Við borgum af bílnum en notum hann bara til að komast í og úr vinnu og af húsinu þar sem við höfum aldrei tíma til að vera. Við erum eins og hamstrar í hjóli og bíðum langeyg eftir einhverjum frábærum degi sem er sveipaður ævintýraljóma, þeim degi er við setjumst í helgan stein og förum að njóta erfiðisins. Þá ætlum við sko að hafa það gott, halla okkur aftur í sumarbústaðnum – nota bene; sama bústað og við eyddum 20.000 klst í að fúaverja í rigningu, laga vatnsskemmdir og sama bústað og kostaði það að við þurftum að kaupa magatöflur fyrir 500.000 kr út af magasárinu sem við fengum út af 30 ára áhyggjum yfir því að það væri verið að brjótast inn- drekka kokteil og hafa það almennt mjög næs. En þá verðum við líklega bara orðin svo heilsuveil og með krabbamein af ólifnaði að við munum leggjast beint inn á stofnun og drepast með nagandi samviskubiti yfir að hafa aldrei gert neitt af viti.
Til hvers allt þetta helvítis rugl; þegar allir ættu að vera búnir að átta sig á því fyrir löngu að það eina sem skiptir máli í lífinu er að eiga gott sjónvarp.
Kveðja, Bjarni
Ummæli
kv. Þórður