Trukkurinn að verða klár!
Puggurinn að verða ferðaklár. Fyrir skömmu fékk ég í pósti framebag-töskuna á Pugginn, cargo-cages fyrir gafflana og brúsfestingu undir stellið (þið afsakið sletturnar). Síðan var ég að fá staðfestingu á því áðan að stærri stýristaskan, prímusinn ofl. væri komið af stað frá Þýskalandi. Það styttist því verulega í að ég geti farið að taka dagtúra með nesti og kaffi til að prufa hvernig þetta kemur allt út. Nú á ég bara eftir að sjá út hvað ég geri varðandi tjald og svefnpoka en ég er tvístígandi í þeim málum. Það er í öllu falli ljóst að tjaldið sem mig langar í verður ekki til á landinu fyrr en í haust. En ég hef s.s. alveg 3 mánuði til að redda þessu en það væri mjög gott fyrir mig að geta farið fljótlega að taka einnar nætur-túra til að venjast tjaldinu og sjá hvernig dýnan mín kemur út. Það sem heldur aftur af mér að panta þetta ekki bara allt að utan eru bölvaðir peningarnir. Það gengur ekki of vel hjá mér að vinda ofan af uppsöfnuðum halla. Ég er alltaf með einhvern 100 þúsun...