Færslur

Sýnir færslur frá febrúar, 2021

Breskir panelþættir

Mynd
  Breskir panelþættir eru aðgengilegir á YouTube. Þetta er endalaus uppspretta af ótrúlega fyndnu efni og yfirleitt eru nýjir þættir komnir í loftið daginn eftir að þeir eru sýndir á Bretlandi. Helsti gallinn við þetta er hversu pínlegt verður að horfa á sambærilega þætti hér heima. Þar er t.d. hægt að mislukkaða tilraun Stöðvar 2 við að gera íslenska útgáfu af Would I lie to you, sem var hörmung. En það sem ég mæli mest með er: 8 out of 10 cats does countdown Would I lie to you? The Big Fat Quiz Of The Year En síðan er líka fullt af öðru dóti sem dúkkar upp í suggestions og er alveg þess virði að kíkja á, t.d. Mock of the week. Ef fólk er orðið leitt á Netflix og vantar eitthvað áreynslaust sem alltaf er hægt að grípa í, þá mæli ég eindregið með þessu.
Mynd
  Dagurinn í dag er búinn að vera nokkuð annasamur. Ég byrjaði á því að hjóla í vinnuna og þurfti svo að fara niður í bæ í hádeginu til að fara til læknis. Eftir vinnu þá hjólaði ég heim og sótti peru og hjólaði svo í Byko. Núna er ég að fara í ræktina og eftir það ætla ég að labba niður í bæ til að éta með Þórði. Ég tók ágætlega á því áðan á hjólinu og er búinn að hjóla 14 km í dag. Ég var reyndar orðinn alveg orkulaus þegar ég kom heim og fékk mér jólaöl og Cliff Bar til að fylla á orkubyrgðarnar. Í síðustu viku fór ég bara einu sinni í ræktina en gerði æfingar heima á hverjum degi eins og skáti. Stefni á 4 æfingar í þessari viku og ætla að taka hvíldardag á laugardag. Annars engin plön. Kannski maður kíki út um helgina enda mikið líf í bænum.  Stefnumótalífið hjá mér hefur verið mjög rólegt. Eftir smá skot um daginn hef ég hreinlega ekki haft orku til að standa í einhverju Tinder spjalli og bíð bara eftir að hin fullkomna dama detti af himnum ofan. Nýt þess bara að vera ein...

Langafasta

Mynd
  Í fjárhúsunum hjá afa og ömmu Nú er víst Langafastan byrjuð og þá étur maður ekki kjöt. Ekki það að ég sé orðinn gyðingstrúar, mér fannst þetta bara sniðugt. Mér líður yfirleitt vel þegar ég ét mikið grænmeti og fisk og það er fínt að nota þetta sem æfingu til að minnka enn frekar kolefnisfótsporið sitt.  Langafastan hefst á Öskudegi og lýkur um Páskana. Þegar þetta er skrifað eru komnir 4 dagar hjá mér og ég bara búinn að gleyma mér einu sinni en það var þegar ég át litla pizzasneið með skinku. En þetta gengur vel, nóg af fiski í kortunum og nú mallar Chili sin carne á eldavélinni. Annars er vetrarfrí hjá okkur börnunum og við búin að kíkja aðeins í sveitina. Erum komin aftur til Akureyrar og erum bara í slökun. Það er leikur í gangi í sjónvarpinu. Liverpool sökkar og ég ætla að segja upp boltanum.... ég er annars hugar eins og sést á þessu samhengislausa rugli.

Hertex

Í gær skrapp ég í Hertex til að tékka hvort ég fyndi ódýr föt á krakkana. Það er fín afþreying að fara þangað og börnunum finnst það gaman, enda getur maður látið eftir þeim að kaupa dót. Það kostar yfirleitt á bilinu 100-300 kr./stk. Síðan bara skilar maður því aftur. Ég ætlaði nú ekki að kaupa neitt fyrir sjálfan mig, en svo rakst ég á forláta smíðabuxur sem smellpössuðu. Því næst fór ég að garfa í barnafötum en endaði svo í bókunum, þar sem ég fann 4 bækur sem ég setti í körfuna; Þrautgóðir á raunastund (þrjú bindi) og svo viðtalsbók við Þórberg Þórðarson eftir Matthías Johannessen. Þegar þarna var komið sögu var ég kominn á bömmer yfir því að eyða svona miklum peningum en það sem ég tók upp úr körfunni þegar ég kom að kassanum var: 4 x bolir fyrir Brynleif í mjög góðu lagi 1 x buxur fyrir Brynleif ónotaðar 2 x buxur fyrir Lóu í fínu lagi 1 x smíðabuxur með hnjápúðum 1 x frisbee diskur 1 x bangsi  4 x bækur Konurnar á kassanum byrjuðu nú að slá inn upphæðir í vasareikni, brutu s...

Mjög róleg helgi

Mynd
Sól farin að hækka á lofti Það er að verða komið hádegi, á laugardegi, og ég ligg en í bælinu. Vaknaði rétt fyrir 9 og er búinn að taka mína heilögu slökun og fréttarúnt. Hringdi í Þolla og við vorum aðeins að skipuleggja hjólaferðina í sumar. Svo er að byrja Liverpool leikur klukkan 12:30- og ætli maður planti sér því ekki næst í sófann og tékki á því. Það hefur verið óvenjumikið að gera í félagslífinu hjá mér. Ég er búinn að fara út 3 kvöld í röð og svo er mér boðið í mat í kvöld. Fyrripart vikunnar langaði mig nú helst að loka mig af heima en er helvíti feginn að hafa meldað mig í allt þetta fjör. Maður hefur gott af því að hitta fólk. Að öðru leiti eru bara rólegheit nema að ég ætla að taka æfingar heima í dag og á morgun og stefni svo á 3 ferðir í ræktina í næstu viku. Verð líka með börnin í næstu viku og það verður vetrarfrí í skólanum hjá Brynleifi. Held að hann sé pínu svekktur að við ætlum ekki að fara neitt en það verður að hafa það. Við finnum eitthvað til að dunda við hér á...

Græjupistill

Mynd
  Sweetroll á stýrið fyrir tjald og svefnpoka Þó ég liggi ekkert í græjupælingum þessa dagana þá er ég alltaf eitthvað með fjallaferð næsta sumars bakvið eyrað. Ef ég ætti skítnóg af peningum þá myndi ég sjálfsagt kaupa mér alveg nýtt töskusett á fjallahjólið því stóru ferðatöskurnar (sem maður notar á malbiki) eru ekki gerðar fyrir svona brölt og djöfulgang eins og maður stefnir á. En peningar eru issue. Ég er samt búinn að ákveða að kaupa mér Sweetroll framan á stýrið þar sem ég mun sennilega geyma tjald, svefpoka og kannski léttan jakka. Pokinn er vatsheldur og gott að koma smá af þyngdinni að framan. Cargo mounts á gafflana Til að geyma stóra vatnsbrúsa set ég tvær cargo festingar á gafflana. Kosturinn við þessar festingar eru að ég get líka keypt þurrpoka og geymt dót á göfflunum.  Ranger framebag Fyrir mat, viðgerðarsett og dót sem getur verið gott að komast í án vandræða ætla ég að kaupa Ranger Framebag frá Revelatedesign. Ég gæti reyndar sennilega komið 3 lítra vatnsbl...

Sveitahelgi

Mynd
  Barnlaus vika að hefjast og því var gott að fá smá aukakúr í morgun. Ekki margt að frétta, nema kannski helst það, að þetta veðurfar upp á síðkastið verður að teljast einstakt. Frost, logn og heiðskýrt dag eftir dag. Svona eiga vetur að vera. Það er búið að vera dásamlegt að hjóla í vinnuna og sinna erindum. Var að tékka á spánni og það lítur út fyrir að þetta verði svona allavega í 6 daga í viðbót. Við börnin og Þórður fórum austur um helgina og sáum um búið fyrir Egil og mömmu. Það var hrikalega næs. Við átum góðan mat og nammi í ómældu magni. Nú er maður að reyna að setja sig í gírinn fyrir vikuna. Guðrún sækir börnin á eftir og þá hefst piparsveinalífið. Það eina sem er ákveðið er að fara í ræktina 4x í vikunni, fara í fiskbúð eftir vinnu í dag og svo hitta 2 vinkonur í kaffi. Einfalt og gott.

Áfram veginn

Ástæðan fyrir langri þögn hér inni var fyrst mjög góð, en svo verri. Of personúleg til að ræða hér. En ég verð í lagi. Ef frá er skilið tilfinningalegt drama þá er allt annað fínt að frétta. Börnin hafa það gott, peningamál.... bla bla bla. ræktin bla bla og matur bla bla bla Fallegt veður... bla bla kalt.. hvenær kemur vorið?  Langar að fara í spandexgalla og hjóla. Langar í sumar og sól, langar að sjá íslenska pickup-a með risahjólýsi þeysa um landið í peningamekki. Sitja með pólskum hjónum á tjaldsvæði og tala um Andrzej Duda. Labba niður í bæ í léttum jakka og reykja vindil fyrir utan Kaktus án þess að skjálfa úr kulda. Sitja á sundlaugarbakka og vera að ærast vegna öskrandi barna. Sjá kúk á botninum og fljótandi plástur. Fá sér pylsu eftir sundið.  Ég væri fjandakornið meira að segja alveg til í að sulla ís á fyrrnefndan jakka, í sumar og sól, undir gömlu apóteki. Labba með sjónum, hringja í vin og sjá máf skíta á útlending við Landsbankann. Skoða steinselju með Jóni...