Færslur

Sýnir færslur frá maí, 2018

Mataræði

Ætlaði að laga til í mataræðinu hjá mér frá og með deginum í dag en það hefur farið eitthvað fyrir ofan garð og neðan. Byrjaði þó ekki svo illa- smá Special-K áður en ég fór í ræktina og svo ristuð beygla, lax og avocato sem recovery meal. Þá fór að síga á ógæfuhliðina og ég át slatta af rabarbarapæi með ís og svo 3 Sæmunda með mjólk. Verð að éta slatta af kjúkling í kvöld til að fá smá prótein. En það þýðir ekki að lemja á sér og svekkja sig of mikið á þessu heldur bara taka morgundaginn með trompi. Er líka að byrja í nýju vinnunni á morgun og það er því lekkert að borða smart upp frá því. Held þetta verði nú enginn kúr (hef heldur ekki trú á svoleiðis) en ég ætla aðeins að minnka kex, kökur og hels sneiða framhjá hveiti. Jæja annað var það nú ekki.