Göngskíði
Gönguskíðasaga Fyrir nokkrum árum fór ég á gönguskíði í fyrsta skipti og varð það tilefnið að miklum bálki sem ég birti hér með brot úr: "Nú sá ég hinsvegar að enn var von á brekkum; og það ekki öllum árennilegum. Sérstaklega leist mér illa á eina þeirra sem var í U-beygju. Ég róaðist samt nokkuð þegar ég sá gamla mannin renna niður hana áreynslulaust eins og litla leikfangalest á tréspori. Þegar hann kom niður á flatann hélt hann áfram á sinni yfirveguðu en öruggu göngu. Þegar ég svo byrjaði að renna niður brekkuna fór ég að velta því fyrir mér hvernig í ósköpunum maður færi að því halda skíðunum í sporinu á svona mikilli ferð; og það í beygju. Hraðinn jókst sífellt og hvinurinn í rifflunum var nú farinn að líkjast vítisvélunum sem Sven Hassel skrifaði um í bókinni Dauðinn á skriðbeltum. Ég hélt mér dauðahaldi í stafina, beygði hnéin og hallaði mér fram. Sjónsviðið þrengdist smám saman og ég nálgaðist óðum beygjuna..... og ruðningana. Það fór svo sem ég óttaðist mest, ég...