Færslur

Sýnir færslur frá desember, 2016

Göngutúr

Eftir margra daga ofsaát og ólifnað var mér nóg boðið og fékk mér göngutúr. Ég gekk Þingvallastrætið, yfir Glerárbrúna, niður að Borgarbraut og þaðan sem leið lá upp hjá HA og heim í Dalsgerðið. Göngutúrar eru að einhverju leiti svo heillandi fyrirbæri. Þeir ættu ekki aðeins að vera góð heilsubót heldur einnig vettvangur til hugsa um daginn og veginn, fá nýjar hugmyndir og innblástur. Koma sveittur heim og mála mynd eða semja atomljóð. Þegar ég fer út að hlaupa eða ganga hefur það einsvegar alltaf bara verið eins og heilanum sé kippt úr sambandi og hálftíma seinna er ég kominn heim að dyrum og það eina sem hefur gerst er að ég er heldur verri í mjöðmunum og vinstra hnéinu. Þetta hefur alltaf farið örlítið í taugarnar á mér þar sem mér hefur fundist að ég væri að eyða tíma í ekki neitt. Henry David Thoreau, sem var göngusjúkur heimspekingur, ljóðskáld, rithöfundur og sitthvað fleira, sagði hinsvegar: “I am alarmed when it happens that I have walked a mile into the woods bodily, ...