Færslur

Sýnir færslur frá júlí, 2016

Af listum og öðru tengdu jafnt sem ótengdu

Mynd
Ég er byrjaður að mála aftur- það er gott. Það sem þurfti til var ein pöntun á mynd og ég neyddist til að taka upp penslana aftur. Ég málaði nokkuð mikið í gær og hefði s.s. alveg getað haldið áfram þegar ég fór í bælið. Síðustu 2 vikur höfum við verið mikið á þvælingi. Séð eitt og annað, fengið í okkur gróðurhúsayl, fersk ber og sunnlenska víðáttu. Keramik og súrdeigsskonsur. Svona upplifanir veita manni mikinn innblástur. Innblástur til að gera eitthvað sem maður veit ekki hvað er. Svo hefst leitin. Það eru hræringar í gangi. Það eru breytingar í kortunum. Ég finna það. Kveðja, Bjarni

Liverpool

Ég hef gert samning við Liverpool fyrir næsta tímabil. Því verður ekki hægt að bjóða mér í jólaboð þar sem mikið er um knattspyrnuleiki á Englandi yfir hátíðirnar. Ég mun fljótlega setja hér inn upplsýingar um breytt heimilsfang.