Færslur
Sýnir færslur frá febrúar, 2013
350
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Maður verður að redda sér með því sem maður hefur. 2 gerðir pennar + yfirstrikun og merkipenni. Sundlaugin í dag. Ein mynd á dag verkefnið gengur ennþá mjög smurt. Bara 350 dagar eftir. Bara að rifja upp reglurnar: Ein skissa á dag Má vera á hvaða pappír sem er, s.s umslög, dagblöð, klósettpappír o.s.fv. Skriffæri geta verið af öllu tagi, pennar, kol, blýantar, penslar, brunnar eldspýtur o.s.fv. Verður að vera skissa úr daglegu lífi eða af hlut eða fólki sem verður á vegi mínum. Það má ekki "mála sér í haginn", þ.e mála myndir fyrirfram. Markmiðið er að auka færni í að skissa og mála. Kveðja, Bjarni