Frí
Mikið hefur verið á döfunni upp á síðkastið. Ferð til Skotlands í giftingu hjá elsku "litlu" systir minni, fjölskyldulíf, fæðingarorlof, meistaramót í golfi, hakk og spaghettí og tóm hamingja. Ég hef algerlega kúplað mig út úr fréttum og neti. Opna aldrei mbl, dv eða slíkan viðbjóð. Það má segja að ég hafi einangrað mig í miklu betri heimi; litlum kassa þar sem bara er gaman og vísareikningarnir brenna upp á leiðinni inn um lúguna. Hér er sól, hér er gaman og ég nenni ekki að kíkja út fyrr en fyrsta næturfrostið hefur lagt berjalöndin í eyði. Hafið það gott það sem eftir lifir sumri og slökkvið á tölvununum. Kveðja, Bjarni