Rugl

Mynd tekin við Hveri 2023 eða 2024.

Það er svo mikið bull í vinnunni núna vegna stofnanasameininga að manni verður hálf óglatt af stressi. Það er eiginlega sama hvar borið er niður, það er allt á hliðinni. Og til að flækja þetta enn frekar erum við ekki ennþá komin með skrifstofur þar sem við komumst í prentara og annað slíkt. Ég er mest hissa hvað ég næ þó að sofa vel en síðustu 2 kvöld hef ég slökknað um klukkan níu og verið hálf meðvitundarlaus fram til 7 á morgnana.

Ég er að reyna að koma mér í gang eftir Kanarí ferðina og átta mig í rauninni ekki alveg á því hvar ég stend. Í dag er að byrja VO2 max blokk og þá kemur þetta betur í ljós. Ég hef því miður á tilfinningunni að ég sé í verra standi en á sama tíma í fyrra og þar að auki aðeins þyngri. Það er ekki góð blanda.

Ég hef ekkert meira komist á gravel hjólið en stefni að því að taka klukkutíma rólegam túr á morgun í hádeginu þar sem það er recovery dagur.

Áðan var ég að ganga frá pöntun hjá Tri fyrir tubeless ventlum, sealant og fleira dóti til að gera dekkin slöngulaus. Eins var ég að panta mér bremsupúða á götuhjólið. Ég hefði tekið æfingu dagsins úti ef ekki væri fyrir eitthvað skítahljóð í bremsunum. 

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Bikarmót #1 - 2023 - Recap

Negri í Þistilfirði