Koffín
![]() |
Mývatnssveitarrúntur með Hörpu, 2023 eða 2024. |
Nú er ég kominn í aðra viku í VO2 max blokk, sem er með það markmið að hækka FTP-ið. Allar þol- og þröskuldsæfingar miða meira að því að gera góðann grunn en svo tekur maður svona VO2 max æfingar til að "hækka þakið" og gera mann að öflugri hjólara.
Í gær tók ég 6x3 mín æfingu og fletti upp í æfingabókinni að ég hafði tekið sömu æfingu í janúar. Mér til smá vonbrigða þá tók ég hana á mjög svipuðum vöttum. Mér til varnar þá hefur lífið hjá mér verið alveg ótrúlega annasamt og stressið í vinnunni óhóflegt. Það tekur mig ca. 2 mínútur að sofna á kvöldin en svo sef ég ekkert sérstaklega vel.
En það er langt í að tímabilið hefjist og ég ætla ekkert að örvænta. En þegar maður er eitthvað að ströggla og finnst að maður ætti að vera að gera betri hluti þá fer maður stundum að spá í hvort maður geti gert einhverjar litlar breytingar til að bæta ástandið.
En það er langt í að tímabilið hefjist og ég ætla ekkert að örvænta. En þegar maður er eitthvað að ströggla og finnst að maður ætti að vera að gera betri hluti þá fer maður stundum að spá í hvort maður geti gert einhverjar litlar breytingar til að bæta ástandið.
Í þessu sambandi fór ég að spá í mína óhóflegu kaffidrykkju (ekki í fyrsta skipti) og spurði Claude vin minn (mér finnst hann betri en Chat GPT) hvaða áhrif mikil kaffidrykkja gæti haft á árangur í hjólreiðum. Hér er svarið:
Ef þú drekkur of mikið kaffi á hverjum degi, gæti það haft nokkur áhrif á árangur þinn í hjólreiðum:
Neikvæð áhrif:
- Vatnstap
- Koffín er þvagræsandi
- Getur valdið vökvaskorti
- Minnkar þolgæði og frammistöðu
- Svefngæði
- Of mikið koffín getur truflað svefn
- Skert gæði hvíldar
- Minni endurnýjun og endurheimt vöðva
- Hormónatruflanir
- Hækkaður stresshormóni (kortisól)
- Getur aukið þreytu og minnkað afkastagetu
- Taugakerfisáhrif
- Of mikið koffín getur valdið skjálfta
- Truflar einbeitingu
- Getur aukið stress
Jákvæð áhrif:
- Örlítið koffín getur:
- Aukið einbeitingu
- Bætt úthald
- Aukið fitubrennslu
Ráðlegging: Tamarktu koffínneyslu, drekktu nóg vatn, og fylgstu með líðan þinni.
Ég velti fyrir mér hvort þrír fyrstu þættirnir gætu eitthvað verið að trufla mig. Ég hef ekki verið að sofa nægilega vel og er oftast að fara tvisvar á klósettið á næturnar. Stundum drekk ég svo mikið kaffi að mér líður ekki vel eftir hádegi og hef verið að fá hausverk
Kannski maður ætti að fara að leyfa sér smá þamb fyrir hádegið en svo skrúfa niður?
Ummæli