Þetta hjól........

CUBE Nuroad C:62 EX

Ég ætla mér að skrifa almennilegan dóm um þetta hjól þar sem ég fer yfir allan búnaðinn lið fyrir lið og hvernig er að hjóla á því. En áður maður gerir það er nú best að hjóla á því einhver hundruð, eða þúsund kílómetra.

Þegar þetta er skrifað er ég búinn að fara 3 túra og ca. 70 kílómetra og hrifningin eykst bara með hverjum kílómeter. Í gær komst ég loksins á möl og það voru sko engin vonbrigði. Þó ég sé ennþá með slöngu í dekkjunum, og þar af leiðandi með hærri loftþrýsting en ef ég væri kominn með slöngulaust, þá var hjólið ótrúlega mjúkt og mér gekk vel að halda uppi hraða.

Helstu hápunktar hingað til:
  • Stýrið ótrúlega nett og "droppin" grunn
  • Gott grip á stýringu þægilegt að vera í "droppunum"
  • Ótrúlega mjúkt og lipurt hjól
  • Sram GX Eagle AXS 12 gíra er ótrúlega smooth
  • Hnakkur þægilegur 
  • Hjólið er létt
  • Gott að halda power þó maður sé kominn á möl
  • Skrúfuð taska til að setja aftan við stýrið fyrir allskonar



Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Bikarmót #1 - 2023 - Recap

Negri í Þistilfirði