Hann fann mikinn mun á sér frá því hann byrjaði að stunda jóga. Dýpri öndun, liprari hreyfingar og heilbrigðari lífssýn. Svo var hann líka búinn að lengjast örlítið.
The Rift 2025 - Frá himnaríki til........
Þarna var ég ennþá brosandi en það átti eftir að breytast. Þá er Riftinu lokið, eitt af stóru markmiðum ársins. Ég gerði mér það morgunljóst áður en ég fór inn í þesssa keppni að ég mundi þurfa að grafa djúpt til að klára þetta með stæl en þetta varð í rauninni erfiðara en ég hefði getað ímyndað mér. Ég kláraði þetta en ekki var það með stæl. Brautin Hægt er að finna GPX-file af brautinni á heimasíðu The Rift og skoða betur. Brautin, sem aðeins öðruvísi í ár og er erfiðari, er tæplega 200 km með ca. 2500 metra hækkun og lagt af stað frá Hvolfsvelli. Hún byrjar fyrstu10 km á malbiki en svo er beygt upp á möl með nokkuð stöðugum hækkunum. Fljótlega taka svo við ár, grófir ruddaslóðar, vikur og sandar á víxl. Virkilega krefjandi brekkur bæði upp og niður. Stundum þarf að fara af hjólinu og ýta því upp brekkurnar. Maður hafði heyrt þetta allt áður og þetta kom mér s.s. ekkert á óvart. Annars liggur leiðin um Fjallabaksleið, upp í Landmannalaugar að Heklurótum og ég veit ekki hvað og hvað. ...
Ummæli